Fréttasafn

Skólatöskudagur í Þelamerkurskóla

Í dag er skólatöskudagur í Þelamerkurskóla. Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir honum, eins og öðrum slíkum víðs vegar um landið þessa viku. Iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri heimsækja grunnskóla og fræða nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd...

Möðruvallaklausturskirkja 140 ára

Á sunnudaginn, 23. september, verður Möðruvallaklausturskirkja 140 ára. Þá verður afmælishátíð í kirkjunni og hefst hún kl. 14:00. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, organista. Afmæliskaffi verður í Leikhúsinu á Möðruvöllum eft...

Fundargerð - 19. september 2007

Miðvikudaginn 19. september 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 17. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir....

Sverrir á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur yfir málverkasýning Sverris Haraldssonar, sem er húsvörður skólans, áður bóndi í Skriðu í Hörgárdal. Á sýningunni eru 8 myndir. Sverrir hefur teiknað mikið um dagana og sótt myndlistarnámskeið. Sýningin er opin á starfstíma skólans. Til að sjá hana utan hans þarf að hafa samband við Aðalheiði Eysteinsdóttur, listakonu...

Gangnagleði á Melum

Umf. Smárinn stendur fyrir Gangnagleði á Melum í Hörgárdal laugardaginn 15. sept. nk. Húsið opnar kl. 22. Á dagskránni er m.a. söngur, lifandi (dans)tónlist og almenn gleði, sem mun ríkja þetta kvöld (og fram á morgun hjá sumum). Heitt verður á könnunni, en aðrar veitingar verður fólk sjálft að sjá um og eru allir hvattir til koma með snakkpoka eða annað þvíumlíkt til að gæða sér á (og g...

Gatnagerð Lækjarvalla hafin

Byrjað er á gatnagerð í nýju athafnasvæði við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Þar hafa verið skipulagðar um 20 atvinnulóðir. Tæplega helmingur þeirra er á landi í eigu sveitarfélagsins og hefur tveimur þeirra þegar verið úthlutað og fjórar til viðbótar eru í auglýsingu. Gatnagerðin er í höndum Malar- og efnissölunnar ehf., Björgum. Gert er ráð fyrir henni ljúki í nóvember....

Göngur og réttir nálgast

Á laugardaginn byrja göngur og réttir í Hörgárbyggð á þessu hausti. Þá verður Kræklingahlíðin smöluð og réttað í Þórustaðarétt, sem er fyrir ofan veginn á Moldhaugahálsi. Í næstu viku verða svo fyrstu göngur í Hörgárdal og Öxnadal. Staðarbakkarétt í Hörgárdal er föstudaginn 14. sept, Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal er laugardaginn 15. sept. og Þverárrétt í Öxnadal er mánudaginn 17. sept. Fj...

Steinbrýna-náma í Hörgárdal

Fremst í Hörgárdal er þykkt berglag sem brotnar í þunnar flögur, sem notaðar voru í steinbrýni fyrr á tíð. Frá því er m.a. sagt í Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem er frá miðri 18. öld. Á laugardaginn fór Gísli Örn Bragason, jarðfræðinemi, ásamt félaga sínum, Ágústi Þór Gunnlaugssyni, í könnunarleiðangur að berglaginu. Þeir nutu leiðsagnar Staðarbakkabænda við að finna það. Gísli hygg...

Góður árangur Smárans á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Um síðustu helgi var haldið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum. Arna Baldvinsdóttir keppti í flokki 15-16 ára meyja og bætti sig í 80 m grindahlaupi og langstökki. Í langstökkinu varð hún í 6. sæti með 4,77 m sem er mjög gott þar sem hún er á yngra ári. Arna varð einnig í boðhlaupssveit 17-18 ára stúlkna sem urðu í 4. sæti og hljóp Arna fyrsta sprett. Otti Freyr Steinsson ...

Fundargerð - 23. ágúst 2007

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst 2007 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H. Hreinsson og Stefán L. Karlsson. Auk þess sat Helgi Steinsson oddviti fundinn.   Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:   1. Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.   2. Þórður Steindórsson frá Þríhyrningi hefur sagt af sér sem gangn...