Fréttasafn

Sílastaðabræður á fullu

Um helgina var Halldór Helgason á Sílastöðum í fréttunum fyrir frækilegan sigur á alþjóðlegu snjóbrettamóti í Bandaríkjunum, sem heitir Winter X-Games. Hér má sjá myndband af stökkunum sem tryggðu honum sigur, smella hér. Eiríkur, bróðir Halldórs, keppti líka á mótinu og stóð sig vel. Þeir bræður hafa undanfarið verið í fremstu röð snjóbrettakappa í heiminum og eru greinilega ekkert...

Fundargerð - 21. janúar 2010

Fimmtudaginn 21. janúar 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð. Fundurinn hófst kl. 20:05. Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fyrir var tekið:   1. Fundargerð frá fundi fjallskilastjóra Arnarneshrepps og fjallskilanefndar Hörgárbyggðar frá 15. desember sl. ...

Fundargerð - 20. janúar 2010

Miðvikudaginn 20. janúar 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 48. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Helgi Bjarni Steinsson, ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   ...

Verkefnastyrkir til menningarstarfs óskast

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar. Nánar hér í ...

Folaldasýning Framfara

Á morgun, 16. janúar, verður haldin árleg folaldasýning Framfara í nýrri og glæsilegri reiðhöll að Björgum. Gerð verður veglega skrá fyrir sýninguna, þar sem fram koma foreldrar folaldanna og einkunnir foreldra, ef sýndir. Skráningargjald er kr. 500 á hvert folald. Þátttökurétt hafa öll folöld í eigu Framfarafélaga. Skráning fyrir kl. 21:00 í kvöld, föstudaginn 15. janúar, hjá Önnu Guðrúnu í síma ...

Vetur og vor í Leikhúsinu

Dagskráin í vetur og vor í Leikhúsinu á Möðruvöllum er komin út. Þar er, eins og áður, fjölbreytt úrval viðburða, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Dagskráin byrjar í kvöld með söngvöku Hjörleifs Hjartarsonar og Írisar Óskar Sigurjónsdóttur. Eftir hálfan mánuð er svo erindi sr. Hjartar Pálssonar, starfandi sóknarprests á Möðruvöllum, um ljóðalíf Davíðs Stefánssonar. Það er einmitt fastur ...

Fundargerð - 13. janúar 2010

Miðvikudaginn 13. janúar 2010 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Lónsbakki, deiliskipulag Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2009 að leggja til við sveit...

Nýársbrenna

Nýársbrenna Umf. Smárans verður haldin föstudagskvöldið 8. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Munið eftir flugeldum og blysum. Aðkeyrsla að brennunni frá þjóðvegi er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði eru í krúsunum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á svæðið? Kaffisala nemenda Þelamer...

Íbúar Hörgárbyggðar orðnir 429

Fyrir jólin gaf Hagstofan út mannfjölda í sveitarfélögum landsins eins og hann var 1. desember sl. Þar kom m.a. fram að íbúum í Hörgárbyggð hafði fjölgað um 3,6% frá árinu á undan, þ.e. úr 415 í 429. Þessi fjölgun er með því mesta á landinu á sl. ári. Á Eyjafjarðarsvæðinu fjölgaði mest í Svalbarðsstrandarhreppi, um 4,5%, þar eru íbúar núna 414, og í Dalvíkurbyggð fjölgaði um 0,5%. Í...