Sorphirða

Sorphirðudagatal 2024

SAMÞYKKT UM SORPHIRÐU

Skipulag sorphirðu

Almenn sorphirða heimila
Sorpílát:

Fyrir óflokkaðan úrgang, 2 möguleikar sem hér segir:

 • Eitt 240 lítra ílát
 • Eitt 360 lítra ílát

Fyrir flokkaðan úrgang, 2 möguleikar sem hér segir:

 • Eitt 240 lítra ílát
 • Eitt 360 lítra ílát

Tíðni losunar:

 • Óflokkaður úrgangur, á 2ja vikna fresti skv. sorpdagatali
 • Flokkaður úrgangur, á 4ra vikna fresti skv. sorpdagatali

Almenn sorphirða stakra frístundahúsa

Sorpílát:

 • Fyrir óflokkaðan úrgang,eitt 240 lítra ílát
 • Fyrir flokkaðan úrgang, eitt 240 lítra ílát

Tíðni losunar:

 • Óflokkaður úrgangur, á 2ja vikna fresti skv. sorpdagatali
 • Flokkaður úrgangur, á 4ra vikna fresti skv. sorpdagatali
 • Val er um að þjónusta falli niður á vetrum 1. október - 30. apríl

Almenn sorphirða í frístundabyggð (4 hús og fleiri saman)

Sorpílát:

 • Fyrir óflokkaðan úrgang, eitt 660 lítra ílát
 • Fyrir flokkaðan úrgang, eitt 660 lítra ílát

Tíðni losunar:

 • Óflokkaður úrgangur, á 2ja vikna fresti skv. sorpdagatali
 • Flokkaður úrgangur, á 4ra vikna fresti skv. sorpdagatali

Ýmis atriði

Beiðnir um breytingar á ílátastærð og upplýsingar berist í síma 860 6846 (starfsmaður þjónustustöðvar).

Almennur upplýsingafundur um sorphirðu og úrgangsmál haldinn í nóvember árlega.

-------------------

Samþykkt að sveitarstjórn 16. maí 2012

Afgreitt af skipulags- og umhverfisnefnd 11. apríl 2012

 

Markmið skipulags á sorphirðu í Hörgársveit: 

Markmiðið er að í sveitarfélaginu fari fram markviss umhverfisvæn sorphirða með eins litlum tilkostnaði og unnt er.

Forsendur skipulags á sorphirðu í Hörgársveit:

 - Kostnaður fyrir heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið við meðhöndlun úr-gangs hefur vaxið mikið á undanförnum árum og ætla má að kostnaður-inn muni vaxa enn á næstunni.

 - Mikilvægt er að samstaða sé um um skipulagið til að takast megi að halda aftur af fyrirsjáanlegri kostnaðaraukningu án þess að gefa afslátt að þeim umhverfislega ávinningi sem er af vel útfærðu skipulagi á með-höndlun úrgangs.

 - Lög um meðhöndlun úrgangs gera ráð fyrir að að mestur hluti kostnað-ur við meðhöndlun úrgangs sé borinn af þeim sem „framleiða“ úrganginn. Í drögum að nýjum lögum er gert ráð fyrir að allur kostnaður sé borinn af „framleiðendum“.