Fréttasafn

Sundlaugin heimsfræg?

Forsíðu nýjasta hefti atlantica, sem er flugtímarit Icelandair, prýðir mynd af sundlauginni á Þelamörk. Þar með má ætla að allir sem koma til landsins með flugvélum flugfélagsins núna á útmánuðum virði fyrir sér myndina af þessu fallega mannvirki og því glæsilega umhverfi sem það er í. Sama mynd er líka inni í blaðinu, ásamt myndum af nokkrum öðrum íslenskum sundlaugum. Þeim fy...

Fundargerð - 18. febrúar 2009

Miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 37. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &n...

Stundum og stundum ekki á Melum

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir farsann „Stundum og stundum ekki“ eftir þá kumpána Arnold og Bach 5. mars nk. á Melum í Hörgárdal. 15 leikarar taka þátt í uppsetningunni auk fjölda annarra sem koma að tæknimálum, hönnum og smíði sviðsmyndar, búningahönnun, förðun o.fl. Hallmundur Kristinsson hannar leikmynd, Ingvar Björnsson sér um ljósahönnun og Guðmundur Óskar Guðmundsson hefur yfirumsjón með ...

Framkvæmdir við reiðleiðir

Nú er verið að gera reiðfær leið meðfram þeim vegaköflum í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi sem bundið slitlag var sett á síðastliðið sumar. Það eru Dagverðareyrarvegur frá Hlíðarbæ að Hellulandi og Hörgárdalsvegur frá Björgum að Brakanda, alls tæplega 10 km. Það eru verktakarnir Malar- og efnissalan Björgum ehf. og Finnur ehf. sem sjá um framkvæmdirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerða...

Um ofanflóð í Öxnadal

Út er komin viðamikil greinargerð frá Veðurstofu Íslands um ofanflóð, þ.e. snjóflóð og skriðuföll, á fyrirhugaðri raflínuleið milli Akureyrar og Blöndustöðvar. Leiðin liggur í gegnum Hörgárbyggð og því er í greinargerðinni miklar upplýsingar um ofanflóð í sveitarfélaginu. Rakin er snjóflóða- og skriðufallasaga Öxnadals og næsta nágrennis að vestan og austan. Allar skráningar voru kannaðar og ...

Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Öryggisgæsla Rætt var um þörf fyrir endurbótum á öryggisbúnaði skólans, þar sem að undanförnu hafa þar verið u...

Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:40.   Fyrir var tekið:   1. Rekstur undanfarnar vikur Fram kom að mikil aukning hefur orðið á aðsókn að sundlauginni á undanfö...

Aðalskipulagið hefur tekið gildi

Í byrjun vikunnar var aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026 staðfest af umhverfisráðherra og hefur þar með öðlast gildi. Það er fyrsta aðalskipulag fyrir það svæði sem sveitarfélagið nær yfir. Skipulagsvinnan sjálf stóð yfir í tæplega fjögur ár og virkan þátt í henni tóku allir fulltrúar í sveitarstjórn og skipulagsnefnd á tveimur kjörtímabilum, tveir sveitarstjórar og allir aðr...

Steinunn er meðal þeirra spretthörðustu

Steinunn Erla Davíðsdóttir í Umf. Smáranum keppti á Íslandsmeistaramóti unglinga (MÍ 15-22 ára ) um nýliðna helgi í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Hún keppti í  15-16 ára flokki og náði mjög góðum árangri. Steinunn vann silfur í 60 m hlaupi (8,28 sek) og í 200 m hlaupi á persónulegri bætingu (26,64 sek). Steinunn Erla hefur æft gríðarlega vel að undanförnu og er búin að skipa sér ...

Landsmót UMFÍ í sumar

Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar. Mótið verður sögulegt því í ár eru liðin eitthundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt í tengslum við landsmótið. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi, ætla má að keppendur verði um 2.000 og búast má við að landsmótsgestir ver...