Fréttasafn

Sögufélag stofnað

Í gær var Sögufélag Hörgársveitar stofnað í Leikhúsinu Möðruvöllum. Tilgangur félagsins er að safna og skrá fróðleik úr sveitarfélaginu og vinna að útgáfu hans. M.a. er gert ráð fyrir að í framtíðinni sjái félagið sjái um útgáfu Heimaslóðar. Það er sögutímarit og árbók svæðisins, sem gefið hefur verið út síðan 1983. Á myndinni eru þeir stofnfélagar sem voru á stofnfun...

Tómstundaaðstaða

Í gær, á 50 ára afmælishátíð Þelamerkurskóla, var opnuð samverustaður / tómstundaaðstaða fyrir íbúa sveitarfélagsins, núverandi og brottflutta, í því rými skólans sem nefnt hefur verið "kelikompa". Þar mun fólk hittast og eiga góða stund saman, vera í handverki, spila, lesa eða bara spjalla. Þar að auki er þess vænst að starfið muni geta stuðlað að því ...

Fundargerð - 20. nóvember 2013

1. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar 29. október 2013 Fundargerðin er í átta liðum. Í henni eru gerðar tillögur til sveitarstjórnar um gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar, um gjaldfrelsi íbúa í sundlaug og um samning við Hraun í Öxnadal ehf. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, eldvarnaskýrslu Íþróttamiðstöðvar, fjárhagsáætlun menningarmála og æskulýðs- o...

Afmælishátíð Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli mun halda upp á 50 ára afmæli sitt 20. nóvember nk. Þann dag sem aðra daga mun skólinn iða af lífi og leik. Meginatriði dagskrárinnar eru:  Kl. 10:30-11:15 Hátíðarstund Kl. 11:15-12:15 Smiðjur Kl. 12:15-12:45 Vinaliðarnir stjórna útileikjum Kl. 13:15-15:15 Smiðjur Kl. 15:15-18:00 Skólinn opinn og leiðsögn um skólann í umsjón nemenda. Café Þeló opið frá kl. 11:15 – 18:00.&...

Þytur Þelamerkurskóla

Fréttabréf Þelamerkurskóla heitir Þytur. Það er rafrænt og sent til foreldra nemenda í gegnum Mentor. Einnig hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu skólans og hér á heimasíðunni, sjá hér. Á þessu starfsári skólans verður hann 50 ára. Á sama tíma heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar upp á 25 ára afmæli sitt. Þann 20. nóvember nk. verður haldið upp á afmæli skólanna með ...