Fréttasafn

Endurvinnslutunnur á heimilin

Gert er ráð fyrir endurvinnslutunnum við öll heimili í endurnýjuðum samningi um sorphirðu, sem Hörgárbyggð hefur gert við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Framundan eru miklar breytingar á meðhöndlun úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu, sem m.a. munu leiða til þess að kostnaður við förgun óflokkaðs úrgangs mun aukast mikið á næstu árum. Því er mikilvægt að sem allra mest af úrgangi heimila, fyrir...

Velheppnuð árshátíð

Árshátíð félaganna á Hörgársvæðinu var haldin að venju í Hlíðarbæ sl. laugardag, á fyrsta vetrardag. Eins og áður stóðu fimm félög að hátíðinni: Ferðafélagið Hörgur, Hrossaræktarfélagið Framfari, Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, Leikfélag Hörgdæla og Ungmennafélagið Smárinn. Dagskráin var vönduð og henni lauk með fjörugu balli með hljómsveitinni Upplyftingu. Á árshátíðinni var H...

Fundargerð - 21. október 2009

Miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 44. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Steinsson ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð menn velkomna. Fundarritari, Birna Jóhannesdóttir.   1. Samningur um sorph...

Haustverkin kalla í Laufási

Laugardaginn 17. október kl 13:30-16:00 verður dagskrá í Gamla bænum í Laufási, sem heitir "Haustverkin kalla". Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, kartöflurúgbrauð eða fjallagrasamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási á laugardaginn milli kl 13:30 og 16 til þess upplifa ga...

Lífið liggur við hjá Leikfélaginu

Hjá Leikfélagi Hörgdæla hefjast æfingar á leikritinu "Lífið liggur við" eftir Hlín Agnarsdóttur í desember. Leikstjóri verður Saga Jónsdóttir. Saga setti upp aðsóknarmestu sýningu allra áhugaleikhópa á landinu síðastliðinn vetur. Það var gamanleikritið "Stundum og stundum ekki", sem Leikfélag Hörgæla sýndi. Sýningarnar urðu alls 25 og gestir alls 2.208. Á aðalfundi Leikfélagsins sl....