Fréttasafn

Snorri næsti sveitarstjóri

Snorri Finnlaugsson, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf. í Reykjavík, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit í stað Guðmundar Sigvaldasonar sem sagði starfi sínu lausu í desember sl. Snorri er fæddur 1960. Hann er giftur Sigríði Birgisdóttur, þau eru nú búsett í Hveragerði. Snorri mun hefja störf um mánaðamótin apríl/maí nk. Aðkoma hans að sveitarstjórnarmálum á undanför...

Sögufélagið fékk styrk frá Norðurorku

Í síðustu viku var úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna.  Alls hlutu 35 verkefni styrki að þessu sinni.  Heildarfjárhæð styrkja var um fimm milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Sögufélag Hörgársveitar, sem hlaut styrkinn til útgáfu á Heimaslóð, sem er ársrit sveitarfélagsins. Ársritið hefur komið út undanfarna áratugi, alls 11 sinnum. Stefnt er að...

Hver verður íþróttamaður UMSE 2014?

Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar, kl. 18:00. Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni, en það eru í stafrófsröð: Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE 2...

Fundargerð - 15. janúar 2015

Fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerð byggingarnefndar 16. desember 2014 Fundargerðin er ...

Fundargerð - 12. janúar 2015

Mánudaginn 12. janúar 2015 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Agnar Þór Magnússon og Jóhanna María Oddsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Kerfisáætlun Landnets ohf., u...

Sveitarstjóri segir starfi lausu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá Guðmundi Sigvaldasyni, þar sem hann segir lausu starfi sínu sem sveitarstjóri. Á fundinum var oddvita veitt umboð til að undirbúa ráðningu eftirmanns Guðmundar. Hann hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2010, þegar sveitarfélagið varð til með sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Þar á undan var hann sveitarstjóri í síðarnefnda sveit...