Fréttasafn

Nýársmessu aflýst

Fyrirhugaðri messu í Möðruvallakirkju á nýársdag hefur verið aflýst vegna veðurs og slæmrar færðar. ...

Jólaball fellur niður

Fyrirhugaðri jólatrésskemmtun sem halda átti að Melum milli jóla og nýárs fellur niður að þessu sinni. ...

Fjárhagsáætlun 2013

Nýlega afgreiddi sveitarstjórn fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 5% milli ára og verði alls 378,1 millj. kr. Þjónustutekjur og endurgreiðslur eru áætlaðar 74,9 millj. kr. Tekjur eru þannig áætlaðar samtals 453,0 millj. kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði alls 195,1 millj. kr., vörukaup, þjónustukaup og ...

Minkur drepinn heima við bæ

Davíð Jónsson í Kjarna veiddi mink heima hjá sér, rétt við íbúðarhúsið. Talið er víst um sé að ræða dýr sem hefur sloppið úr búri í flutningum. Tilvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar en undir hana heyra flutningar á dýrum. Um flutninga rándýra gilda strangar reglur sbr. reglugerð nr. 165/2007 og kann að vera að skaðabótaskylda hvíli á eiganda dýrsins.  ...

Fundargerð - 19. desember 2012

Miðvikudaginn 19. desember 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 20. nóve...

Tryppi í óskilum

Á Auðbrekku er tryppi í óskilum. Þetta er ca. 3 vetra brúnn hestur, ótaminn en ekkert mjög styggur.  Frekar stór, meðal fax.  Er örmerktur en örmerkið er ekki skráð.  Ef einhver kannast við þessa lýsingu skal haft samband við Bernharð Arnarson, s. 659 0578...

Jólaljósadagur í Þelamerkurskóla

Í fyrramálið, á þriðjudagsmorgun, um klukkan hálfníu fara krakkarnir úr Þelamerkurskóla upp í hlíðina fyrir ofan skólann og mynda slóð úr kertaljósum. Þetta er nokkurra ára gömul hefð og hefur myndast mjög skemmtileg stemming. Öllum er velkomið að slást í hópinn....