Steinbrýna-náma í Hörgárdal

Fremst í Hörgárdal er þykkt berglag sem brotnar í þunnar flögur, sem notaðar voru í steinbrýni fyrr á tíð. Frá því er m.a. sagt í Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem er frá miðri 18. öld.
Á laugardaginn fór Gísli Örn Bragason, jarðfræðinemi, ásamt félaga sínum, Ágústi Þór Gunnlaugssyni, í könnunarleiðangur að berglaginu. Þeir nutu leiðsagnar Staðarbakkabænda við að finna það. Gísli hyggst skrifa jarðfræðiritgerð um þetta berg og önnur slík sem notuð voru í íslensk steinbrýni.
Bergið í Hörgárdalnum er innskot, sennilega úr díabasi (dólerít), og líklega um 100 m þykkt. Það sést á um 2-3 km kafla.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ágúst Þór er til vinstri og Gísli Örn er hægri