Kirkjur

Kirkjur í Hörgársveit eru á MöðruvöllumYtri-BægisáBakka og í Glæsibæ.  Þeim er þjónað af sóknarprestinum, sr. Oddi Bjarna Þorkelssyni á Möðruvöllum. Kirkjugarður er á Myrká.

Möðruvallakirkja er timburhús sem reist var árið 1867 af Þorsteini Daníelssyni forsmið á Skipalóni.

Bakkakirkja er timburhús sem reist var árið 1843 af Þorsteini Daníelssyni forsmið á Skipalóni. Forkirkja var reist árið 1910, höfundur ókunnur.

Bægisárkirkja er timburhús sem reist var árið 1858 af Sigurði Péturssyni, timburmanni á Akureyri. Nánar hér.

Glæsibæjarkirkja er timburhús sem reist var árið 1866 af Þorsteini Daníelssyni, forsmið á Skipalóni. Kirkjan var byggð upp úr Ós-stofu sem Þorsteinn reisti árið 1858. Turn var reistur árið 1929 af Sveinbirni Jónssyni byggingameistara á Akureyri.