Heilbrigðiseftirlit

Hörgársveit tilheyrir umdæmi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE)

Aðsetur: Furuvöllum 1, Akureyri
Sími: 462-4431
Bréfasími: 461-2396
Netfang: hne@hne.is 

Starfssvæði HNE nær yfir 12 sveitarfélög. Þau eru: Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshreppur.

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með matvælafyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum sem valdið gætu mengun og heldur skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi á starfssvæðinu. Lögð er áhersla á að starfið sé að stórum hluta fyrirbyggjandi og tryggi öryggi neytenda og náttúru.

Auk þess sér heilbrigðiseftirlitið um útgáfu starfsleyfa fyrir leyfisskylda starfsemi. Þá eru ótalin verkefni heilbrigðiseftirlitsins sem taka til þjónustu við íbúa svæðisins, fyrirtækjanna og sveitarfélaganna hvað varðar fræðslu og upplýsingar, svör við fyrirspurnum og að sinna kvörtunum.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felst í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.