Gangnagleði á Melum

Umf. Smárinn stendur fyrir Gangnagleði á Melum í Hörgárdal laugardaginn 15. sept. nk. Húsið opnar kl. 22. Á dagskránni er m.a. söngur, lifandi (dans)tónlist og almenn gleði, sem mun ríkja þetta kvöld (og fram á morgun hjá sumum).

Heitt verður á könnunni, en aðrar veitingar verður fólk sjálft að sjá um og eru allir hvattir til koma með snakkpoka eða annað þvíumlíkt til að gæða sér á (og gefa með sér) um kvöldið.

Gangnafólk er hvatt til að vera röskt í göngunum svo að það missi ekki af gleðinni. Æskilegt er að fólk verði búið að skola af sér gangnasvitann áður en það mætir.

Aðgangseyrir 1.000 kr, ekki er tekið við greiðslukortum.