Fréttasafn

Ný verslun í Hörgárbyggð

Á morgun, laugardaginn 2. desember, flytur Blómaval verslun sína á Akureyri að Lónsbakka í Hörgárbyggð. Hún hefur verið í mörg ár í Hafnarstræti 26. Reist hefur verið hús fyrir verslunin á Lónsbakka og er innangengt í hana úr verslun Húsasmiðjunnar. Í Blómavali er í boði mikið úrval blóma, grænmetis og gjafavara. Verslunin er boðin velkomin í sveitarfélagið....

Fundargerð - 30. nóvember 2006

Fimmtudaginn 30. nóvember 2006 kl. 15:45 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir og Guðmundur Sigvaldason sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 Lagt fram uppkast að fjárhagsáætlun ársins 2007 fyrir Þelamerkurskóla. Framkvæmdanefndin legg...

Skráningu fornleifa lokið

Undanfarin þrjú sumar (2004-2006) var lokið við að skrá allar fornleifar í Hörgárbyggð, þ.e. svonefnd aðalskráning fornleifa. Áður en kom til sameiningar sveitarfélaganna í Hörgárbyggð, var búið að skrá fornleifar í Glæsibæjarhreppi. Á þessum þremur árum hafa verið skráðir 900-1.000 minjastaðir í sveitarfélaginu. Áætlað er að úrvinnslu skráningarinnar verði lokið næsta vor. Miðað vi...

Jarðgerðarstöð?

Að frumkvæði Norðlenska hf. á Akureyri hefur á undanförnum mánuðum verið undirbúin bygging stórrar jarðgerðarstöðvar fyrir lífrænan úrgang. Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar fyrr í vikunni var ákveðið að taka jákvætt í beiðni um aðild að rekstri stöðvarinnar. Talið er að um 60% af öllum úrgangi sé lífrænn. Ef jarðgerðarstöðin verður byggð mun verða til ný förgunarleið fyrir...

Fundargerð - 23. nóvember 2006

Fimmtudagskvöldið 23. nóvember 2006 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1. Farið var yfir hvað þyrfti að ræða við oddvita og sveitarstjóra, en þeir eru væntanlegir á fundinn síðar í kvöld. Það sem helst þarf að ræða er, fastara form á verkaskipting...

Fundargerð - 23. nóvember 2006

Fimmtudaginn 23. nóvember 2006 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í íþróttahúsinu. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 19:30.   Fyrir var tekið:   1. Uppsögn forstöðumanns Helgi Jóhannsson, forstöðumaður, lagði fram bréf þar sem hann segir starfi sínu sem forstöðumaður...

GSM-samband á Öxnadalsheiði

Í dag og á morgun mun Síminn setja upp GSM-stöðvar í Öxnadal og á Öxnadalsheiði. Með þessum nýju stöðvum bætast við tæplega 20 km af þjóðvegi þar sem er GSM samband frá Símanum. Þar með eru öll heimili í Hörgárbyggð með GSM-samband frá báðum farsímafyrirtækjunum. Þá eru vegfarendur efst í Öxnadal og á Öxnadalsheiði betur settir en áður ef þeir lenda þar í vandræðum, t.d. vegna veður...

Fundargerð - 20. nóvember 2006

Mánudaginn 20. nóvember 2006 kl. 19:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 7. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1.&n...

199 ár frá fæðingu Jónasar

Í gær, 16. nóvember, voru 199 ár liðin frá því að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist á Hrauni í Öxnadal. Nú er sú jörð í eigu menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. sem hefur staðið fyrir endurbótum á íbúðinni á jörðinni og fleiri lagfæringum. Næsta vor er ráðgert að opna þar minningarstofu um Jónas og taka í notkun fræðimannsíbúð. Þá verður fleira gert til að min...

Dreifar af dagsláttu

Leiklesin skemmtidagskrá úr smiðju Kristjáns frá Djúpalæk með lifandi tónlist verður á Melum í Hörgárdal laugardaginn 18. nóv. kl. 20:30 og sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:00, sjá nánar með því að smella hér. Kaffihúsastemming verður á staðnum og er fólk hvatt til að sleppa ekki þessu tækifæri til að eiga notalega stund með góðum listamönnum....