Fréttasafn

Fundargerð - 01. febrúar 2012

Miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Yfirli...

Leikfélag Hörgdæla tekur við rekstri Mela

Hörgársveit, Kvenfélag Hörgdæla og Leikfélag Hörgdæla hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Leikfélagið tekur við rekstri félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Skrifað var undir samning þess efnis í dag. Leikfélagið hyggst halda uppi fjölbreyttri starfsemi í húsinu og bjóða það til leigu fyrir mannfagnað og viðburði auk þess sem Melar munu hýsa líflegt starf Leikfélags Hörgdæla....

Halldór kominn í úrslit á ESPN

Halldór Helgason frá Sílastöðum er kominn í úrslit í keppni sjónvarpsstöðvarinnar ESPN um brettamann ársins. Halldór þykir sigurstranglegur í keppninni, en hægt er að taka þátt í kosningu á netinu með því að smella hér.Kosningin fer þannig fram að kosið er á milli tveggja keppenda og dettur annar út en hinn heldur áfram.  Á spjallrásum er sú skoðun ríkjandi að það sé óhepp...

Íbúafundur um aðalskipulag

Almennur íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00 í Hlíðarbæ þar sem kostur gefst á að koma á framfæri ábendingum strax í upphafi skipulagsvinnunnar. Skipulagsráðgjafar munu gera grein fyrir lýsingu á skipulagsverkefninu og fyrirhugaðan skipulagsferil. Hafin er gerð aðalskipulags fyrir Hörgársveit. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem taka skal til alls lands innan sta...

Bein útsending: Steinunn Erla og Hulda Kristín á Reykjavíkurleikum

Reykjavíkurleikarnir í íþróttum (Reykjavik International Games) byrja í dag og standa fram á sunnudag. Um er að ræða boðsmót, þar sem sterkustu keppendum í hverri grein er boðin þátttaka. Tveir keppendur frá Hörgársveit eru meðal keppenda, þær Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, (f. 1993) og Hulda Kristín Helgadóttir, Syðri-Bægisá (f. 1998). Laugardaginn 21. jan (á morgun) kl. 14:30-17:00 ver...

Fundargerð - 18. janúar 2012

Miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 20:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2013-2015, fyrri umræða ...

Fundargerð - 13. janúar 2012

Föstudaginn 13. janúar 2012 kl. 13:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fund...

Íbúaþing um skólastefnu

Stýrihópur um mótun skólastefnu Hörgársveitar boðar til íbúaþings laugardaginn 14. janúar kl. 10-14. Þingið verður haldið í Þelamerkurskóla. Skólinn opnar kl. 9:45 og þá verður hægt að fá sér kaffisopa og kleinu áður en þingið hefst formlega. Þingið byrjar á erindi Gunnars Gíslasonar fræðslustjóra AkureyrarbæjarHvað er skólastefna sveitarfélags og hvaða áherslur setja nýjar aðalnámskrár fyri...

Fjárhagsáætlun 2012

Fjárhagsáætlun Hörgársveitar fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýlega. Tekjur A-hluta eru áætlaðar 425 milljónir króna, þar af eru útsvarstekjur áætlaðar 180 milljónir króna, tekjur af fasteignaskatti 31 milljón króna og framlög Jöfnunarsjóðs 141 milljón króna. Tekjur í B-hluta eru áætlaðar 5 milljónir króna. Áætlað er að rekstrargjöld sveitarsjóðs og stofnana hans verði sam...