Fréttasafn

Fundargerð - 01. október 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla 1. október 2007 kl. 16:30. Fundarstaður: kennarastofa Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Jóhanna Oddsdóttir frá Hörgárbyggð, formaður. Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi, varaformaður. Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri. Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri. Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi kennara. Guðrún Harð...

Aðalfundur Leikfélagsins

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla verður haldinn á Melum, Hörgárdal, mánu­dags­kvöldið 1. okt. nk. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum. Rætt verður um starfið á komandi vetri. Allir áhugasamir er hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á stefnu og starf félagsins.  ...

Fundargerð - 27. september 2007

Gásanefnd kom saman til fundar í Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 10:30. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Kristín Sóley Björnsdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Ingólfur Ármannsson, Þórgnýr Dýrfjörð og Hulda Sif Hermannsdóttir.   Þetta gerðist:   1. Viðskiptaáætlun Lögð fram drög að viðskiptaáætlun fyrir ...

Skólatöskudagur í Þelamerkurskóla

Í dag er skólatöskudagur í Þelamerkurskóla. Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir honum, eins og öðrum slíkum víðs vegar um landið þessa viku. Iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri heimsækja grunnskóla og fræða nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd...

Möðruvallaklausturskirkja 140 ára

Á sunnudaginn, 23. september, verður Möðruvallaklausturskirkja 140 ára. Þá verður afmælishátíð í kirkjunni og hefst hún kl. 14:00. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, organista. Afmæliskaffi verður í Leikhúsinu á Möðruvöllum eft...

Fundargerð - 19. september 2007

Miðvikudaginn 19. september 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 17. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir....

Sverrir á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur yfir málverkasýning Sverris Haraldssonar, sem er húsvörður skólans, áður bóndi í Skriðu í Hörgárdal. Á sýningunni eru 8 myndir. Sverrir hefur teiknað mikið um dagana og sótt myndlistarnámskeið. Sýningin er opin á starfstíma skólans. Til að sjá hana utan hans þarf að hafa samband við Aðalheiði Eysteinsdóttur, listakonu...

Gangnagleði á Melum

Umf. Smárinn stendur fyrir Gangnagleði á Melum í Hörgárdal laugardaginn 15. sept. nk. Húsið opnar kl. 22. Á dagskránni er m.a. söngur, lifandi (dans)tónlist og almenn gleði, sem mun ríkja þetta kvöld (og fram á morgun hjá sumum). Heitt verður á könnunni, en aðrar veitingar verður fólk sjálft að sjá um og eru allir hvattir til koma með snakkpoka eða annað þvíumlíkt til að gæða sér á (og g...

Gatnagerð Lækjarvalla hafin

Byrjað er á gatnagerð í nýju athafnasvæði við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Þar hafa verið skipulagðar um 20 atvinnulóðir. Tæplega helmingur þeirra er á landi í eigu sveitarfélagsins og hefur tveimur þeirra þegar verið úthlutað og fjórar til viðbótar eru í auglýsingu. Gatnagerðin er í höndum Malar- og efnissölunnar ehf., Björgum. Gert er ráð fyrir henni ljúki í nóvember....

Göngur og réttir nálgast

Á laugardaginn byrja göngur og réttir í Hörgárbyggð á þessu hausti. Þá verður Kræklingahlíðin smöluð og réttað í Þórustaðarétt, sem er fyrir ofan veginn á Moldhaugahálsi. Í næstu viku verða svo fyrstu göngur í Hörgárdal og Öxnadal. Staðarbakkarétt í Hörgárdal er föstudaginn 14. sept, Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal er laugardaginn 15. sept. og Þverárrétt í Öxnadal er mánudaginn 17. sept. Fj...