Fréttasafn

Fundargerð - 30. júní 2010

Miðvikudaginn 30. júní 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Leikhúsinu Möðruvöllum.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Ráðningarsamningur sveitarstjóra Lagður fram ráðningarsamingur við Guðmund Sigvaldason...

Heimasíða fyrir menningar- og sögutengda starfsemi

Sl. föstudag opnaði Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sameiginlegan vef  menningar- og sögutengdrar starfsemi í Hörgársvæðinu. Vefföngin eru www.visithorga.is og www.horga.is. Markmiðið með vefnum er koma á framfæri þeirri gróskumiklu starfsemi sem er á þessu sviði á svæðinu. Þar eru mjög margir sögustaðir, s.s. Gásir, Möðruvellir og Hraun í Öxnadal. Á öllum þessum stö...

Hörgársveit er heitið á sveitarfélaginu

Í dag var fyrsti fundur í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Þar var ákveðið að sveitarfélagið skyldi heita Hörgársveit. Á fundinum var Hanna Rósa Sveinsdóttir kosin oddviti sveitarstjórnar og Axel Grettisson varaoddviti. Fundurinn hófst með ávarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristjáns L. Möller. Hann lýsti ánægju sinni með sameiningu sveitarfélag...

Fundargerð - 18. júní 2010

Föstudaginn 18. júní 2010 kl. 15:00 kom sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.   Niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar þann 29. maí 2010 urðu þau að J-listi Samstöðulistans fékk 170 atkvæði og 2 menn kjörna, L-listi Lýðræðislistans fékk 171 atkvæði og 3 menn kjörna. Skv. því v...

Úrslit kosninganna til sveitarstjórnar liggja fyrir

Kjörnefnd, sem skipuð af sýslumanninum á Akureyri, til að úrskurða um tvö vafaatkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 29. maí sl. kvað í dag þann úrskurð að þau skuli vera gild. Það þýðir að þau úrslit kosninganna sem kynnt voru strax eftir kosningarnar standa óbreytt....

Þóra Björk Íslandsmeistari

Um helgina var Íslandsmeistaramótið í frjálsum í flokki 11-14 ára haldið í Kópavogi. UMSE sendi hörkulið á mótið og það hafnaði í 5. sæti af 20 liðum á mótinu, sem er mjög góður árangur. Eyfirskir Íslandsmeistarar helgarinnar urðu Þóra Björk Stefánsdóttir, Smáranum, sem kastaði spjóti 24,97 m, Þorri Mar Þórisson, Svarfaðardal, sem stökk 1,30 m í hástökki og Karl Vernharð Þorleifsso...

Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hefur tekið gildi

Sl. laugardag, 12. júní 2010, tók gildi sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem dagsett er 7. apríl 2010 og birtist í B-deild Stjórnartíðinda. Arnarneshreppur varð til árið 1824, en náði þá yfir nokkru stærra svæði en seinna varð. Það heiti leysti af hólmi sveitarfélagsheitið Hvammshreppur, sem náði nokkurn veginn yfir það s...

Leikskólinn Álfasteinn 15 ára

Í dag hélt leikskólinn Álfasteinn upp á 15 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Hátíðin var jafnframt var árleg vorhátíð leikskólans. Á dagskránni var myndlistarsýning, söngur barnanna, galdramaðurinn Einar einstaki, hoppukastali, leikir o.fl. Síðan voru pylsur grillaðar og boðið upp á köku. Hátíðin var mjög vel sótt, áætlað er að þar hafi verið um 100 manns. Nokkrar myndir voru teknar þa...

Vinnuskólinn byrjaður

Í gær byrjaði vinnuskóli sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Að þessu sinni skráðu 14 þátttakendur sig í vinnuskólann sem er fleira en nokkru sinni áður. Helstu verkefni eru umhirða og fegrun víðs vegar í sveitarfélaginu. Þá er það nýjung hjá vinnuskólanum að fræðsludagskrá verður þar í sumar. Verkstjóri vinnuskólans er Þorvaldur Hermannsson og flokkstjóri er Sigurðu...