Fréttasafn

Fjárhagsáætlun 2011

Sveitarstjórn afgreiddi fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2011 á fundi sínum 15. desember sl. Heildarniðurstaða áætunarinnar er að afgangur upp á 20,4 millj. kr. verði af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2011 (þ.e. aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna). Veltufé frá rekstri er áætlað 41,4 millj. kr. Vinna við áætlunina einkenndist nokkuð af því að um er að ræða fyrs...

Barnaball og nýársbrenna

Hið árlega barnaball á Melum í Hörgárdal verður mánudaginn 27. desember kl. 14:30. Nýársbrenna Ungmennafélagsins Smárans verður svo föstudaginn 7. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Aðkeyrsla á mili Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði í krúsunum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Muna eftir flugeldum og blysum. Skyldu einhverjar furðuverur...

Skúli Gautason menningar- og atvinnumálafulltrúi

Skúli Gautason hefur verið ráðinn menningar- og atvinnumálafulltrúi í Hörgársveit. Hann hefur unnið hjá Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar undanfarin ár, síðustu þrjú ár sem viðburðastjóri. Hann er leikari að mennt og er að ljúka námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Gert er ráð fyrir að Skúli hefji störf hjá sveitarfélaginu á útmánuðum. Starf menningar- og atvinnumálafulltrúa í Hörgár...

Fundargerð - 15. desember 2010

Miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, síðari umræða Fjárhags...

Fundargerð - 13. desember 2010

Mánudaginn 13. desember 2010 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist: ...

Fundargerð - 08. desember 2010

Miðvikudaginn 8. desember 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:    1. KPMG, þjónustugreining Á fundinn kom Flosi Eiríks...

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit var nýlega afgreitt af sveitarstjórninni. Félagsmála- og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins hafði veg og vanda af gerð hennar. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Hörgársveit. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis og starfsmanna sveitarfélagsins annars vegar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem stofnanir svei...

Skólakór Þelamerkurskóla

Skólakór Þelamerkurskóla kom í fyrsta sinn fram opinberlega á aðventukvöldi í Möðruvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Kórinn var stofnaður í haust og söngur hans á sunnudaginn tókst mjög vel og gefur tilefni til að ætla að kórinn verði öflugur í framtíðinni. Kórinn mun líka koma fram á litlu jólunum í skólanum og svo oftar þegar fram líða stundir. Stjórnandi kórsins er Sig...