Göngur og réttir nálgast

Á laugardaginn byrja göngur og réttir í Hörgárbyggð á þessu hausti. Þá verður Kræklingahlíðin smöluð og réttað í Þórustaðarétt, sem er fyrir ofan veginn á Moldhaugahálsi. Í næstu viku verða svo fyrstu göngur í Hörgárdal og Öxnadal. Staðarbakkarétt í Hörgárdal er föstudaginn 14. sept, Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal er laugardaginn 15. sept. og Þverárrétt í Öxnadal er mánudaginn 17. sept.

Fjöldi þess fjár í sveitarfélaginu sem jafnað var niður á gangnadagsverk var 5.117 að þessu sinni og er það örlítil fjölgun frá í fyrra.