Skólatöskudagur í Þelamerkurskóla

Í dag er skólatöskudagur í Þelamerkurskóla. Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir honum, eins og öðrum slíkum víðs vegar um landið þessa viku. Iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri heimsækja grunnskóla og fræða nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd miðað við þeirra eigin líkamsburði. Börnin fá einnig í hendurnar leiðbeiningar um hvernig taskan á að vera stillt, hvernig best sé að raða í hana og hvaða þætti er mikilvægt að horfa á þegar ný taska er keypt. Iðjuþjálfarnir veita líka almenna fræðslu um rétta líkamsbeitingu en stoðkerfisvandi barna og ungmenna er vaxandi vandamál.

Iðjuþjálfi Þelamerkurskóla er Sigríður Guðmundsdóttir.