VÍSNASAFN HÖRGÁRSVEITAR

Hér eru nokkrar lausavísur sem ortar hafa verið af þeim sem búið hafa á því svæði sem Hörgársveit nær yfir. Upplýsingar um þá sem vantar á listann yfir höfundana og vísur eftir þá eru vel þegnar. Slíkt má senda í netfangið gudmundur@horgarsveit.is

 

Fyrst í stað verður aðeins um fáar vísur að ræða, en þess er vænst að þeim fjölgi smám saman.

Aðalheiður Jónsdóttir

f. 7. mars 1893, d. 3. október 1976

Aðalheiður var húsfreyja, bóndi og ljósmóðir á Barká í Hörgárdal frá 1923 til 1950. Hún var gift Manasesi Guðjónssyni bónda (f. 14. maí 1891, d. 9. janúar 1938). Aðalheiður var góður hagyrðingur og hafði gaman af kveðskap. Eftir að hún hætti búskap fór hún á milli bæja og spann og prjónaði fyrir konur og vann ýmis önnur verk. Hún þótti einnig mjög liðtæk við spilamennsku. Hún var glaðlynd kona og glettin og lagði sig fram við að ganga fram af fólki með ýmsum tiltektum sínum.

Einu sinni fór Aðalheiður ásamt vinkonu sinni Sigríði Ágústsdóttur á Steðja í heimsókn til Hallgríms á Vöglum sem bjó þar einhleypur með fóstursyni sínum í gamla torfbænum á Vöglum talsverðan spöl frá þjóðveginum. Hallgrímur vildi allt fyrir gesti sína gera, sauð handa þeim egg og gaf þeim kaffi en hann gat ekki boðið þeim á snyrtinguna því hún fyrirfannst auðvitað ekki en dró fram koppinn sinn og bauð þeim. Um heimsóknina orti Aðalheiður:

 

Gott var hjá þér, Grímur minn,

glæný egg að éta

en keraldsvíðan koppinn þinn

kunnum við ekki að meta.

 

Aðalsteinn Guðmundsson, 1893-1971

Anna Sigurjónsdóttir, 1899-1968

Ari Friðfinnsson, 1938-

Ari Heiðmann Jósavinsson, 1929-2007

Arnsteinn Stefánsson, 1923-2013

Árni Júlíus Haraldsson, 1915-2002

Bragi Sveinsson frá Flögu

Davíð Guðmundsson, 1936-

Eiður Jónsson

Emil Petersen, 1866-1936

Friðbjörn Björnsson, 1873-1945

Friðrik Gylfi Traustason, 1949-

Frímann Pálmason, 1904-1980

Guðmundur T. Skúlason, 1951-

Guðmundur Víkingsson, 1953-

Gunnar Frímannsson, 1945-

Gunnar Sveinsson Hafdal, 1901-1969

Hallgrímur G. Hallgrímsson, 1894-1982

Ingimar Friðfinnsson, 1926-

Jóhanna Einarsdóttir (Hrauns-Jóka), 1791-1869

Jóhanna María Oddsdóttir, 1976-

Jóhannes Örn Jónsson, 1892-1960

Jóhannes Sigurðsson, 1876-1959

Jón Ólafsson Gili

Jón Þorláksson, 1744-1819

Jónas Hallgrímsson, 1807-1845

Jósavin Heiðmann Arason, 1953-

Ólafur S. Ólafsson, 1928-

Ólöf Sigurðardóttir Hlöðum, 1857-1933

Rósa Guðmundsdóttir (Skáld-Rósa), 1795-1855

Salbjörg Helgadóttir, Svíra og Ásláksstöðum

Sigurborg Björnsdóttir, 1878-1967

Sigurður Frímannsson, 1948-2007

Sigurður Sigurðsson, 1774-1862

Skúli Magnússon, 1911-1986

Stefán Valgeirsson, 1918-1998

Sveinn Jóhannsson, Flögu

Sverrir Steinbergsson, 1965-

Þorleifur Rósantsson, 1895-1968

Þorsteinn Valgeirsson, 1921-1980

Þórir Valgeirsson, 1922-1987