Jósavin Arason

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Jósavin Arason

fæddur 1953, frá Auðnum, búsettur í Arnarnesi.

 

Síðsumars ljóð 2009

 

Húmar núna haustið að

 

hægir vindar líða,

skýin færast stað úr stað

 

stillt er haustsins blíða.

 

 

Í austri roða eru ský

 

engin snjór til fjalla,

upp er sólin rís á ný

 

og endurvekur alla.

 

 

Blámi himins bjartur er

 

bjartar stjörnur skína,

núna sjórinn sýnist mér

 

sinn fagra spegil sýna.

 

 

 

Í Öxnadal

 

Við Öxnadalinn dáum öll
dýrð þá er við sjáum
er glampar sól á fögur fjöll
frið í sálu fáum.

 

Hár er dranginn dalnum í
dulúð sína hefur,
ástarljóðin orti því
ástmögur er sefur.

 

 

Í hlíðum falla lækir létt,
leita ár til niður,
hafa ferðamenn nú frétt
að fram í dal er friður.

 

 

Sauðahjarðir sjást á beit,
sællegar og feitar.
Gjöfult er í gróðurreit,
gefur þeim er leitar.

Þó í dalnum fólk sé fátt
flestu áfram miðar,
hversdags lífið glettið grátt
gegnum aldir niðar.

 

         

 

Skírnarljóð

Þú borin ert að skírnarskál,

 

skírt er nafn þitt litli drengur.

 

Fölskvalaus er þín svo sál

 

silfurtær sem kristalstrengur.

 

 

Þú lifa skalt í tryggri trú

 

og treystu á hið góða.

 

Veldu lífsins bestu brú

 

og blessun kærleiks bjóða.

 

 

Þér jákvætt fylgi hugarfar

 

þá frjáls þú verður í sessi.

 

Og vertu indæll allstaðar

 

alltaf þig drottinn blessi.

 

 

 

Ýmsar tækifærisvísur

 

 

Ort við þorraborð

 

Hér við smökkum súrmat svið

 

sýrðan hval og punga.

 

Af öðru betra kýlum kvið

 

kátir af auknum þunga.

 

 

 

 

15. september 2006: Haust

 

Haustsins mildi blíði blær
bjartsýni oss gefur.
Spegilsléttur sést nú sær
sólskin skinið hefur.

 

 

Örvar bað um vísu

 

Þú flott í gegnum lífið flýtur
og fín er öll þín ætt.
Illa liðinn og einskis nýtur

 

og sálin sundur tætt.

 

 

Í veislu:

 

Ekki á ég orðið orð

 

yfir þessa setu:

 

Enn er borið öl á borð

 

þó engin hafi getu.

 

 

Skrifað á tóbakspontu hjá Stebba

 

Nú skaltu eiga ástarfund,

 

oft með henni vaka.

 

Eiga núna nautna stund

 

í nefið úr henni taka.

 

 

Til baka í yfirlit vísnasafnsins