Fréttasafn

Heimaslóð komin út

Komið er út 8. hefti af ritinu Heimaslóð sem hefur undirtitilinn "Árbók hreppanna í Möðruvallaklaustursprestakalli". Að þessu sinni er ritið að mestu helgað Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Birt eru fjögur erindi um Steindór sem flutt voru á hátíð sem haldin var þegar öld var liðin frá fæðingu hans árið 2002.Einnig eru m.a. birt nokkur bréf sem hann skrifaði feðgunum á Hlöðum, þeim Stefáni...

Frumsýning í kvöld

Í kvöld frumsýnir Leikfélag Hörgdæla á Melum leikritið Síldin kemur og síldin fer eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er gamanleikur með söngvum og lifandi tónlist og fjallar um farandverkafólk á síldarárunum, sorgir þeirra og gleði, ástir, afbrýði og samskipti við heimafólk.Rauði þráðurinn er togstreitan milli síldar­spekúlantsins og erfingja landsins sem planið stendur...

Fundargerð - 21. mars 2007

Miðvikudaginn 21. mars 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 12. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1. Þó...

Samstarfshópur um skipulagsmál

Myndaður hefur verið samstarfshópur Hörgárbyggðar og Akureyrarbæjar um skipulagsmál. Honum er ætlað að vera samráðsvettvangur um framtíðarskipulag á sveitarfélagamörkunum, þar sem byggð hefur verið að aukast á undanförnum árum. Meðal þess sem hópurinn mun ræða eru gatnatengingar milli Grænhólssvæðis og Skógarhlíðarhverfis og hugmyndir um ný íbúðahverfi á landareignum Akureyrarbæjar í Hör...

Bingó í Hlíðarbæ í kvöld

Í kvöld, 16. mars, kl. 20:00-23:00 verður bingó í Hlíðarbæ. Fullt af flottum vinningum og kaffihlaðborð á 500 kr. Dúddabúð verður að sjálfsögðu opin. Allir velkomnir. 1 spjald kostar 300 kr., 2 spjöld 500 kr., 3 spjöld 700 kr. og 4 spjöld 800 kr. Með kveðju og von um að sem flestir komi. Ferðasjóður 9. og 10. bekkja í Þelamerkurskóla....

Fífilbrekkuhátíð 2007 verður 15. júní

Í haust verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og þess verður minst með ýmsum hætti á árinu. Fífilbrekkuhátíð 2007 verður haldin síðdegis föstudaginn 15. júní. Þá verður m.a. tekin í notkun fræðimannsíbúð á Hrauni í Öxnadal og fyrsti gesturinn flytur þar inn. Sama dag er gert ráð fyrir að opna fólkvang í landi Hrauns. Þá er einnig...

Fundargerð - 13. mars 2007

Þriðjudaginn 13. mars 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:00.   Fyrir var tekið:   1. Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags....

Fundargerð - 06. mars 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla 6. mars 2007 kl. 16:30   Fundinn sátu: Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri   Dagskrá: Skólastefna Þelamerkurskóla Útiskóli Þelamer...

Viðbygging leikskólans tekin í notkun

Í dag er fyrsti dagurinn í nýju húsi hjá börnunum á leikskólanunum Álfasteini. Húsið sem er viðbygging við leikskólann hefur verið í byggingu síðan í júlí sl. Á laugardaginn fluttu starfskonur húsgögn og muni úr eldri hlutanum í viðbygginguna. Nú taka við breytingar á eldri hlutanum sem miða það því að gera báða hlutana að einni heild. Þar verður pláss fyrir 30 börn, en í eldri hlutanum rúmuð...

Skólaheimsókn í Stóra-Dunhaga

Í síðustu viku fór hópur framhaldsskólanema úr VMA og MA ásamt grunnskólanemum í sveitaferð í Stóra-Dunhaga. Ferðin var hluti af framhaldsskólaáfanga sem heitir Mentorverkefnið Vinátta (sjá á www.vinatta.is og www.kvenno.is/vinatta). Meginmarkmið verkefnisins er að efla góð tengsl milli framhaldsskólanemenda og grunnskólanemenda og styrkja gagnkvæma virðingu og vináttu.Hópurinn fékk bærar mó...