Farsæld barna

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Lögin byggja meðal annars á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og eiga að vera honum til stuðnings. Lögin eiga við um öll börn frá 0-18 ára aldurs og er þeim ætlað að stuðla að farsæld barna.


Farsæld barna heimasíða.

Tengiliðir í Hörgársveit:
Heilsuleikskólinn Álfasteinn
Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri alfasteinn@horgarsveit.is
Bára Björk Björnsdóttir sérkennslustjóri barabjork@horgarsveit.is
Þelamerkurskóli
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri ragnheidurlilja@thelamork.is
Sigríður Guðmundsdóttir iðjuþjálfi sigga@thelamork.is
Verkefnastjóri innleiðingar í Hörgársveit er Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri Þelamerkurskóla
Hafi barn eða foreldri áhyggjur af stöðu barns og óskar eftir stuðningi eða upplýsingum um þjónustu skal hafa samband við tengilið.
Óski barn eða forsjáraðilar eftir að sækja um samþætta þjónustu skal fylla út neðangreint eyðublað og koma því til tengiliðs.
Beiðni um um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns samkvæmt lögum nr. 86/2021
Hafi almennir þjónustuveitendur, s.s. sjálfstætt starfandi sérfræðingar, íþrótta-, lista- og æskulýðsstarf eða frjáls félaga- og hagsmunasamtök áhyggjur af líðan eða velferð barns skulu þeir veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu og vísa þeim á tengiliði í grunnþjónustu. Þeir geta jafnframt fengið heimild forsjáraðila til að miðla upplýsingum fyrir þeirra hönd til tengiliðar, með því að fylla út þar til gert eyðublað.
Hörgársveit er með þjónustusamninga við Akureyrarbæ um skóla-, velferðar- og barnaverndarþjónustu fyrir börn með fötlun eða fjölþættan vanda sem hafa áhrif á farsæld þeirra og velferð.

Markmið laganna er að stuðla að velferð barna og tryggja aðgang án hindrana að þeirri þjónustu sem barnið þarf, óháð kerfum eða stofnunum. Samþættri þjónustu er skipt upp í þrjú stig eftir því hversu mikil og víðtæk þjónustuþörfin er. Á fyrsta stigi er um að ræða grunnþjónustu og einstaklingsmiðaðan stuðning með áherslu á snemmtæka íhlutun til að fyrirbyggja frekari vanda. Á öðru og þriðja stigi er þjónustan víðtækari og krefst sérhæfðari úrræða með aðkomu skóla- og félagsþjónustu eða barnaverndar. Í stærri málum getur komið til aðkomu málstjóra frá félagsþjónustu sem hefur það hlutverk að búa til og leiða starf stuðningsteymis þar sem allir þjónustuveitendur barnsins eiga fulltrúa. Málstjóri skal stýra gerð stuðningsáætlunar í teyminu og fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun. Málstjóra ber jafnframt að veita þeim sem sitja í stuðningsteyminu ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu við barn.
Öll börn og fjölskyldur skulu hafa aðgang að tengilið í nærumhverfi. Fyrir börn frá fæðingu og fram að leikskólagöngu skal leita til tengiliðs HSN. Í leik-, grunn- og framhaldsskólum starfa svo tengiliðir fyrir þau börn sem þar stunda nám. Tengiliðir gegna samkvæmt fyrrnefndum lögum eftirfarandi hlutverki:

  • Að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
  • Að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
  • Að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
  • Að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
  • Að taka þátt í stuðningsteymi eftir því sem við á.