Heimilisaðstoð

Heimilisaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sveitarstjórn, að tillögu félagsmála- og jafnréttisnefndar, hefur sett reglur um heimilisaðstoð, sjá hér. Markmið heimilisaðstoðarinnar er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.

Í heimilisaðstoðinni felst fyrst og fremst aðstoð við þrif. Hún getur einnig falist í aðstoð við almennt heimilishald, persónulega umhirðu og félagslegan stuðning.

Við framkvæmd þjónustunnar skal þess gætt að hvetja notandann til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og virða sjálfsákvörðunarrétt hans. 

Umsóknareyðublöð fyrir heimilisaðstoð, smella hér.

Umsóknir um heimilisaðstoð skulu berast til skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla, sími er 460 1750, eða búsetudeildar Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26 (2. hæð), Akureyri. Þar er opið virka daga kl. 8:00-16:00, sími 460-1410.
Starfshópur sem skipaður er af framkvæmdastjóra búsetudeildarinnar metur þjónustuþörfina ásamt fulltrúa frá heimahjúkrun.