Fréttasafn

Af upplestrarkeppninni

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Grenivíkurskóla. Þar lásu upp átta nemendur tveir úr hverjum skóla: Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla, Stórutjarnaskóla og Hrafnagilsskóla. Fulltrúar Þelamerkurskóla voru Sindri Snær Jóhannesson úr Þríhyrningi og Sigrún Sunna Helgadóttir frá Stóra Dunhaga. Þau stóðu sig bæði einstaklega vel og lásu eins og sannir listamenn. Sindri Snær fékk þ...

Um greiðslur vegna vistunar barns í heimahúsi

Settar hafa verið reglur um greiðslur Hörgársveitar vegna vistunar barns í heimahúsi. Skv. þeim geta foreldrar/forráðamenn barna sótt um greiðslur vegna vistunar ungra barna hjá dagforeldri eða hjá foreldri í heimahúsi. Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal dagforeldrið hafa fullgilt leyfi til að reka daggæslu barna. Greiðslur geta hafist við 9 mánaða aldur barns, en við 6 mánaða aldur í ti...

Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Síðasta sunnudag var farin fjölskylduferð upp á Þverbrekkuvatn í Öxnadal. Alls fóru rúmlega 50 manns í ferðina og undu sér vel við dorgveiðar, leik á sleðum og ýmislegt fleira sér til skemmtunar í ótrúlega góðu veðri. Frábær dagur og góð tilbreyting fyrir bæði unga sem aldna. Myndin sýnir hópinn, smelltu á myndina til að sjá hana stærri.               &...

Baggaplast

Söfnunarferð vegna baggaplasts sem átti að vera í dag (mánudaginn 14. mars) hefur verið frestað um einn dag og verður farin þriðjudaginn 15. mars....

Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla

Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla verður miðvikudaginn 16. mars. Hún er lokapunkturinn á upplestraræfingum hjá 7. bekk og liður í þátttöku hans í Stóru upplestrarkeppninni. Ár hvert hefst undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem einnig er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Á upplestrarhátíð skólans verða valdir fulltrúar hans í Stóru upples...

Fundargerð - 09. mars 2011

Miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 17. janúar og 7. f...

Með fullri reisn frumsýnd

Leikfélag Hörgdæla frumsýndi leikritið "Með fullri reisn" sl. fimmtudag. Meðal frumsýningargesta var Arnsteinn Stefánsson frá Stóra-Dunhaga og þá varð honum að orði: Ég mun yfir engu kvarta ei mér þykir vistin köldað horfa á bera bændur skarta brókum einum hér í kvöld. Leikritið er eftir Terrence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og hefur hann, ...

11 ára strákar Íslandsmeistarar

UMSE átti 26 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum fyrir 11-14 ára sem fram fór um síðustu helgi. Sveit UMSE í 4x200 m boðhlaupi 11 ára stráka varð Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu þeir Helgi Pétur Davíðsson (Kjarna), Agnar Þórsson (Skriðu), Baldur Logi Jónsson (Staðartungu)allir frá Smáranum og Ágúst Máni Ágústsson Samherjum. Þá varð Helgi Pétur annar í 800 m hlau...