Fréttasafn

Bægisárkirkja 150 ára

Bægisárkirkja í Hörgárdal verður 150 ára í ár.  Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 2. nóvember með messu í kirkjunnikl. 14:00.  Í messunni mun kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiða almennan safnaðarsöng og syngja Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré.Eftir messuna verður afmæliskaffi á Melum.  Þar verður m.a. myndasýning sem fermingarbörnin hafa unnið upp úr gömlu...

Viðurkenningar á árshátíð

Á árshátíðinni á laugardaginn fengu Stóri-Dunhagi viðurkenningu fyrir snyrtilegt býli og Skógarhlíð 29 viðurkenningu fyrir fallega lóð. Á myndinni eru Liesel og Jóhann Malmquist með viðurkenningarskjal fyrir lóðina sína í Skógarhlíð 29. Hana hafa þau ræktað upp frá grunnni með mikilli kunnáttu og natni.                           &nbs...

Árshátíðin í Hlíðarbæ

Á morgun, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð haldin í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið byrjar hálftíma síðar. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir alger endurnýjun á anddyri og snyrtingum hússins og verður árshátíðin fyrsta skemmtunin í húsinu eftir að þeim lauk. Á myndinni sést þegar hreingerning eftir framkvæmdirnar hófust fyrr í vikunni. Að árshátíðinni standa Le...

Umferðarmerki á Lónsbakka

Nýlega tóku gildi nýjar reglur um umferð á Lónsbakka. Hámarkshraði í Skógarhlíð og Birkihlíð er nú 30 km/klst og biðskylda er þegar ekið er frá þeim götum inn á Lónsveg, sem nú hefur 50 km hámarkshraða. Sett hafa verið upp umferðarmerki sem sýna þessar reglur. Með nýju reglunum er vonast til að umferðaröryggi á svæðinu aukist, sem er mjög mikilvægt m.a. vegna þess að þar býr fjöldi ungra...

Aðalskipulagstillaga samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær var auglýst tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 samþykkt með nokkrum breytingum vegna athugasemda sem bárust við það fyrir lok athugasemdafrests, sem rann út 8. september 2008. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður fjallað um þau sjö erindi sem bárust og fólu í sér athugasemdir við tillöguna. Nefndin gerði tillögu að afgreiðslu a...

Fundargerð - 15. október 2008

Miðvikudaginn 15. október 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 31. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &...

Fundargerð - 10. október 2008

Föstudaginn 10. október 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:30.   Fyrir var tekið:   1.  Staða framkvæmda Framkvæmdir eru í stórum dráttum á áætlun, en minni potturinn er á eftir áætlun. &n...