Minjastaðurinn á Gásaeyri, Hörgársveit – kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Hörgársveitar kynnir tillögu vinnslustigi að deiliskipulagi minjastaðar á Gásaeyri skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á aðstöðu til móttöku gesta á minjastaðnum á Gásaeyri. Gert er ráð fyrir að innan skipulagssvæðisins rísi aðstöðuhús, kirkja, salerni auk þess sem útbúið verði bílastæði og stígar.

Hertar sóttvarnarreglur

Ágætu íbúar og starfsmenn Hörgársveitar Eins og öllum er kunnugt eru teknar upp hertar sóttvarnarreglur í landinu frá og með 5. október 2020. Þó að við hér á þessu landsvæði höfum hingað til sloppið einstaklega vel við smit þá vitum við að veiran er lúmsk og hún getur lætt sér til okkar eins og sannaðist með slæmum hópsmitunum á afmörkuðum svæðum á landsbyggðinni fyrr á þessu ári. Verum því öll á varðbergi.

Sundlaugin Þelamörk -opnunartímar

Vetraropnun frá mánudeginum 24. ágúst 2020: Mánudaga til fimmtudaga: kl. 17:00-22:30 Föstudaga lokað Laugardaga kl. 11:00 – 18:00 Sunnudaga kl. 11:00 – 22:30 Flottímar sunnudaga kl. 10:00 - 11:00

Móttaka úrgangs og endurvinnanlegra efna.

Hörgársveit og Terra hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að íbúar sveitarfélagsins geta losað sig við úrgang hvort heldur er endur-vinnanlegur eða til urðunar á kostnað sveitarfélagsins í móttökustöð Terra við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Skilyrt er að um fasteignaeiganda sem greiðir sorphirðugjald í Hörgársveit sé að ræða og þarf viðkomandi að gefa upplýsingar því til staðfestingar. Viðkomandi gerir vart við sig við komu og fylgja leiðbeiningum starfsmanns. Allir farmar eru vigtaðir. Kvittað fyrir með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Terra gerir reikning á sveitarfélagið og fylgja honum rekjanlegar upplýsingar um notanda. Samkomulag þetta nær ekki til rekstraraðila í sveitarfélaginu sem áfram þurfa að greiða fyrir förgun enda eru þeir ekki greiðendur sorphirðugjalda til sveitarfélagsins. Það er von okkar að vel til takist og að notendur vandi til frágangs og forflokki farma sem skilað er. Opnunartími móttökustöðvar er frá kl. 8:00 – 17:00 alla virka virka daga. Lokað um helgar.

Einstaklingsbundnar smitvarnir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Einnig viljum við vekja athygli á einkennum sem fylgja þessari veiru. Í viðhengi eru tvö veggspjöld sem við viljum hvetja ykkur til að kynna ykkur.

Hörgársveit 10 ára - samþykkt sveitarstjórnar í tilefni afmælisins

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2020, í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar, að sveitarfélagið hefji nú þegar undirbúning að því að gerður verði göngu- og hjólastígur frá Lónsbakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norðurorku og með breytingu á skipulagi og fleira.

Ársreikningur Hörgársveitar 2019

Góð rekstrarniðurstaða og sterk fjárhagsleg staða.

Skólastefna Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti endurskoðaða skólastefnu Hörgársveitar á fundi sínum þann 28. maí 2020. Sjá meðfylgjandi.

Miðaldadagar á Gásum verða ekki í ár!

Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa tekið þá ákvörðum í ljósi aðstæðna að aflýsa Miðaldadögum á Gásum í ár. Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna þessarar ákvörðunar en fyrir marga þeirra, ekki síst þá yngstu, er þetta hápunktur sumarsins. Síðustu ár hafa um 2000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim. Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð. Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.-17. Júlí 2021 Nánar um Gásir og MIðaldadaga á Gásum á gasir.is