Fréttasafn

Fyrirmyndir

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Fyrirmyndir sem er sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings á Möðruvöllum.  Þetta er óvenjuleg ævisaga, stutt og myndalaus og sagt er meira frá fyrirmyndum Bjarna en honum sjálfum. Bókin er 80 bls. að lengd og kostar kr. 1.500. Hún er meðal annars til sölu hjá höfundi,  í Bókabúðum Eymundsson og hana má einnig panta hjá Bókaútgáfunni ...

Fundargerð - 29. ágúst 2013

Fimmtudaginn 29. ágúst 2013 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Gústav G. Bollason. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, auk Hjalta Jóhannessonar, sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. &...

Tilkynning vegna slæms veðurútlits

Vegna slæmrar veðurspár, sem gerir jafnvel ráð fyrir norðan stórhríð frá og með föstudeginum 30. ágúst nk. vill sveitarstjórn og fjallskilanefnd vekja athygli á að í 11. grein Fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð er meðal annars eftirfarandi ákvæði: „Frá 15. júní til 1. september eru smalanir eða annað það er ónæði veldur afréttarpeningi óheimilar, nema með leyfi viðkomandi sveita...

Smárinn - ný heimasíða

Ungmennafélagið Smárinn hefur sett í loftið nýjan vef. Þar má fylgjast með æfingatímum, sjá hverjir sitja í stjórn, finna fundargerðir og finna ýmsar fleiri upplýsingar. Slóðin er http://smarinn.umse.is/...

Fundargerð - 21. ágúst 2013

Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Hjalti Jóhannesson.   Þetta gerðist:   1. Samþykkt um stjórn Hörgársveitar Bréf dags. 2. júlí 2013 frá Innanríkisráðuneytinu þar s...

Fundargerð - 19. ágúst 2013

Mánudaginn 19. ágúst 2013 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru til fundarins: Aðalsteinn H Hreinsson, Jósavin Gunnarsson, Stefán L Karlsson, Helgi Steinsson og Guðmundur Skúlason.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.    Tímasetning gangna: Í Hörgársveit verða 1. göngur frá miðvikudeginum 11. til sunnudagsins 15. september...

Smárinn stendur sig vel

Íþróttafólk úr Umf. Smáranum stóð sig með prýði á Akureyrarmóti í frjálsum íþróttum um helgina. 8 félagar í Smáranum tóku þátt í mótinu. Hér má sjá árangur þeirra sem komust á verðlaunapall:  Helgi Pétur Davíðsson (piltar 12-13 ára)   1. sæti  60 m grindahl.          10,09 sek.1. sæti  600 m hindrunarhl.    1:54,...

Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í júní 2013 í samræmi við ákvæði 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 23. ágúst 2013.   Að svæðisskipulaginu standa Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á skrifstofu...

Sögumannastund á Möðruvöllum 10. ágúst

Í tengslum við sýningu Minjasafnins "Hér á ég heima" munu sagnamenn úr Hörgársveit fara á flug í Leikhúsinu á Möðruvöllum laugardaginn 10. ágúst kl. 13-16  og  segja sögur úr sveitinni, bæði sennilegar og ósennilegar og spjalla við gesti og gangandi. Heitt verður á könnunni. Aðgangur er ókeypis en atburðurinn er styrktur af Menningarráði Eyþings og Landsbankanum....