Melar í Hörgárdal

Veisla, árshátíð, ættarmót, leikhús?

Melar í Hörgárdal er staðurinn

Melar í Hörgárdal er mjög hentugur staður fyrir árshátíðir, afmælisveislur, fermingarveislur, ættarmót, fundi og hvers konar samkomur. Svo er þar prýðilegt leikhús. Húsið er allt hið glæsilegasta eftir gagngerar endurbætur á árinu 2003.

Hvar eru Melar í Hörgárdal?

Melar eru rétt vestan við þjóðveg nr. 1, þar sem hann liggur um Hörgárdal. Þaðan eru aðeins 23 km til Akureyrar.

Þegar ekið er eftir þjóðvegi 1 um Hörgárdal er beygt út af honum við veg nr. 815, þá sjást Melar því að örstutt er þaðan frá þjóðveginum.  

Hvernig er aðstaðan?

Sæti fyrir 100-150 manns

Borðbúnaður fyrir 100 manns

Gott eldhús

Tjaldsvæði

Sundlaug (10 km í heitu sundlaugina á Þelamörk)

Hvað er í nágrenninu?

Hraun í Öxnadal (og hraundrangarnir), 12 km

Hraunsvatn, 13 + 2 km (akandi og gangandi)

Möðruvellir, 13 km

Akureyri, 23 km

Hrísey, 35 km + ferja

Dalvík, 45 km

Ólafsfjörður, 62 km

Vaglaskógur, 60 km

Smámunasafnið í Sólgarði, 49 km

Leyningshólar, 67 km

Varmahlíð í Skagafirði, 72 km

Hólar í Hjaltadal, 105 km

Auk þess er stutt í fjölmarga fleiri þekkta sögustaði, s.s. Bægisá, Myrká, Lurkastein, Fornhaga, Skriðu, Skipalón, Dagverðareyri, Fagraskóg, Hjalteyri o.s.frv. náttúruperlurnar eru við hvert fótmál.

 

 

Hafðu samband

Pantanir og upplýsingar eru hjá umsjónarmanni, sem er Áslaug Ólöf Stefánsdóttir, síminn er 822-0496.

Síminn á Melum er 462-6769.

 

Saga hússins

Félagsheimilið á Melum var byggt árið 1934. Það er í eigu Leikfélags Hörgdæla.

Á vetrum er húsið notað til ýmissar menningar- og afþreyingarstarfsemi. Leikfélag Hörgdæla hefur í áratugi sett upp leiksýningar í húsinu við góðan orðstír.