Melar í Hörgárdal
Veisla, árshátíð, ættarmót, leikhús?
Melar í Hörgárdal er staðurinn
Melar í Hörgárdal er mjög hentugur staður fyrir árshátíðir, afmælisveislur, fermingarveislur, ættarmót, fundi og hvers konar samkomur. Svo er þar prýðilegt leikhús. Húsið er allt hið glæsilegasta eftir gagngerar endurbætur á árinu 2003.
Hafðu samband
Pantanir og upplýsingar eru hjá umsjónarmanni, sem er Jenný Dögg, síminn er 699-1226.
Hvar eru Melar í Hörgárdal?
Melar eru rétt vestan við þjóðveg nr. 1, þar sem hann liggur um Hörgárdal. Þaðan eru aðeins 23 km til Akureyrar.
Þegar ekið er eftir þjóðvegi 1 um Hörgárdal er beygt út af honum við veg nr. 815, þá sjást Melar því að örstutt er þaðan frá þjóðveginum.
Hvernig er aðstaðan?
Sæti fyrir 100-150 manns
Borðbúnaður fyrir 100 manns
Gott eldhús
Tjaldsvæði
Sundlaug (10 km í heitu sundlaugina á Þelamörk)
Hvað er í nágrenninu?
Hraun í Öxnadal (og hraundrangarnir), 12 km
Hraunsvatn, 13 + 2 km (akandi og gangandi)
Möðruvellir, 13 km
Akureyri, 23 km
Hrísey, 35 km + ferja
Dalvík, 45 km
Ólafsfjörður, 62 km
Vaglaskógur, 60 km
Smámunasafnið í Sólgarði, 49 km
Leyningshólar, 67 km
Varmahlíð í Skagafirði, 72 km
Hólar í Hjaltadal, 105 km
Auk þess er stutt í fjölmarga fleiri þekkta sögustaði, s.s. Bægisá, Myrká, Lurkastein, Fornhaga, Skriðu, Skipalón, Dagverðareyri, Fagraskóg, Hjalteyri o.s.frv. náttúruperlurnar eru við hvert fótmál.
Saga hússins
Félagsheimilið á Melum var byggt árið 1934. Það er í eigu Leikfélags Hörgdæla.
Á vetrum er húsið notað til ýmissar menningar- og afþreyingarstarfsemi. Leikfélag Hörgdæla hefur í áratugi sett upp leiksýningar í húsinu við góðan orðstír.