Fréttasafn

Fundargerð - 17. október 2007

Miðvikudaginn 17. október 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 18. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson og Jóhanna María Oddsdóttir, ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   1...

Ný heimasíða hjá Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli hefur fengið nýja heimasíðu. Þar eru ferskar fréttir úr skólastarfinu, fyrir utan ýmsar upplýsingar um skólann. Þar er líka tengill á þraut vikunnar sem núna er þrautaleikur Digranesskóla í Kópavogi sem heitir Kveiktu á perunni. Verðlaun eru í boði fyrir rétt lausn. Slóðin á heimasíðu skólans er www.thelamork.is...

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga í heimsókn

Í dag heimsótti stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Hörgárbyggð í kynnisferð hennar um Norðurland eystra. Stjórninni var gerð grein fyrir rekstri sveitarfélagsins og helstu framkvæmdum sem eru í gangi og á döfinni. Skipulagi sjóðsins hefur verið breytt á síðustu misserum. Hann er nú opinbert hlutafélag í eigu allra sveitarfélaga í landinu. Sjóðurinn veitir sveitarfélögum lán á ...

Fundargerð - 08. október 2007

Mánudaginn 8. október 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri. Á fundinum var einnig Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi aðalskipulags.   Þetta gerðist:   1. Staða aðalskipulagsgerðar Skipulagsráðgjafi gerði g...

Fundargerð - 04. október 2007

Fimmtudaginn 4. október 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Undirgöng undir Hringveg við Þelamerkurskóla Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 6. sept. 2007, sem er svar v...

Skriðuhrútar hæstir á hrútasýningu

Á hrútasýningu á Syðri-Bægisá í gær voru skoðaðir um 30 hrútar. Stigahæstir urðu tveir hrútar frá Skriðu, Nubbur (06054) og Kólfur (06055). Síðan komu Hamar (06058) frá Lönguhlíð og Hamar (06030) frá Auðnum I. Svipmyndir frá hrútasýningunni má sjá með því að smella á "meira" hér fyrir neðan.                         &nb...

Baggaplast sótt næsta mánudag

Fyrsti söfnunardagur á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð verður næsta mánudag, 8. okt. Mikilvægt er að plastið sé án garns og nets og allra annarra aðskotahluta. Því þarf að skila þannig að auðvelt sé að taka það, t.d. í böggum eins og sýnt er á myndunum sem fylgja þessari frétt. Flestir sem hafa notað stórsekki undir plastið gera það rétt,en þar sem það er&n...

Fundargerð - 01. október 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla 1. október 2007 kl. 16:30. Fundarstaður: kennarastofa Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Jóhanna Oddsdóttir frá Hörgárbyggð, formaður. Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi, varaformaður. Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri. Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri. Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi kennara. Guðrún Harð...

Aðalfundur Leikfélagsins

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla verður haldinn á Melum, Hörgárdal, mánu­dags­kvöldið 1. okt. nk. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum. Rætt verður um starfið á komandi vetri. Allir áhugasamir er hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á stefnu og starf félagsins.  ...

Fundargerð - 27. september 2007

Gásanefnd kom saman til fundar í Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 10:30. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Kristín Sóley Björnsdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Ingólfur Ármannsson, Þórgnýr Dýrfjörð og Hulda Sif Hermannsdóttir.   Þetta gerðist:   1. Viðskiptaáætlun Lögð fram drög að viðskiptaáætlun fyrir ...