Fréttasafn

Sláturhús B. Jensen stækkar

Nú stendur yfir stækkun á sláturhúsi B. Jensen að Lóni. Húsið er hækkað nokkuð til að koma fyrir nýrri vinnslulínu. Afkastageta sláturhússins mun aukast um 50% við þessar breytingar. Nýja vinnslulínan verður tekin í notkun í ágúst nk....

Sparkvöllur í byggingu

Að undanförnu hefur verið unnið að gerð sparkvallar við Þelamerkurskóla. Þegar myndin til vinstri var tekin var verið að leggja snjóbræðslurörin og girðingin er komin af stað. Gert er ráð fyrir að gervigrasið á sparkvöllinn verði sett á í næstu viku. Á myndinni sést einnig þar sem verið er að skipta um jarðveg vegna stuttrar hlaupabrautar sem verður gerð við grasvöll Þelamerkurskóla....

Byrjað á gangstéttum við Birkihlíð

Í vikunni var byrjað á frágangi við götuna Birkihlíð. Eftir undirbúning fyrr í vikunni voru kantsteinarnir steyptir í dag og síðan verður gengið frá gangstéttunum sjálfum eftir helgina. Þar á eftir verður svo lokið við grassvæði í grenndinni....

Fundargerð - 20. júní 2007

Miðvikudaginn 20. júní 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 15. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &nbs...

Gásaverkefnið með nýjan vef

Verkefnið "Gásir - lifandi miðaldakaupstaður" hefur sett upp nýjan vef. Þar eru upplýsingar um hvaðeina sem varðar verkefnið, t.d. fornleifarannsóknirnar og viðburði sumarsins 2007. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Fornleifarannsóknirnar hafa sýnt fram á að verslun hefur verið staðnum allt fram á 16. öld. Smelltu hér á gasir.is....

Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð

Fífilbrekkuhátíðin var haldin á Hrauni í einstakri veðurblíðu í gær. Þangað komu um 300 manns og nutu náttúrufegurðarinnar og tónlistar Atla Heimis Sveinssonar við nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þar blessaði líka Hannes Örn Blandon, prófastur, Jónasarvang, sem er nafnið á nýstofnuðum fólkvangi á jörðinni. Þá voru flutt nokkur ávörp á hátíðinni, þar sem m.a. kom fram að Hannes Pétursson,&...

Vinnuskólinn á fullu

Á dögunum vann vinnuskólafólk við byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Erla Davíðsdóttir, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Jón Karl Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, María Jensen, Karólína Gunnarsdóttir og Anna Bára Unnarsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Sigfússon. Vinnuskólinn er rekinn sameiginlega af Hörgárbyggð og Arnarneshreppi....

Sláttur byrjaður

Á myndinni eru bændur í Stóra-Dunhaga, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, að setja hey í rúllur. Þau slógu fyrstu túnin núna í vikunni. Það gerðu líka Brakanda-bændur og og fleiri í nágrenninu. Þrátt fyrir mjög þurrt vor er sprettan þokkaleg og þurrkur hefur verið góður þessa daga. Það er því útlit fyrir að heyskapur gangi vel á þessum slóðum að þessu sinni. ...

Fundargerð - 13. júní 2007

Miðvikudaginn 13. júní 2007 kl. 13:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir, Unnar Eiríksson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Ráðning matráðs Rætt var endurráðningu matráðs, sem óskar eftir viðræðum um ráðningarkjör. Skóla...

Fífilbrekkuhátíð á laugardaginn

Næsta laugardag, 16. júní, verður Fífilbrekkuhátíðin á Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst kl. 14:00 með ávörpum og söng. Þá verður nýstofnaður fólkvangur vígður. Síðan verður leiðsögn í þremur gönguferðum um jörðina, upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimlandið að Öxnadalsá. Allir eru velkomnir á hátíðina sem haldin er af menningarfélaginu Hraun í Öxnad...