Fréttasafn

Kvikmyndin Sveitin sýnd á miðvikudag

Á miðvikudaginn 3. ágúst kl. 16:30 verður sýnd í Sambíóunum (Nýja bíói) á Akureyri kvikmynd eftir Freyju Valsd Sesseljudóttir. Þetta er lokaverkefni Freyju úr Kvikmyndaskóla Íslands. Kvikmyndin ber nafnið Sveitin. Leikstjórn og handrit er í höndum Freyju. Með aðalhlutverkin fara Fanney Valsdóttir,  Bylgja Gunnur Guðnýjardóttir og Tryggvi Gunnarsson. Fjölmargir Hörgdælir koma fr...

Sæludagur í sveitinni

Laugardaginn 30. júlí, verður blásið til Sæludags í sveitinni. Dagskráin hefst við Möðruvelli um kl. 11 með traktorsspyrnu, leikjum og sveitafitness-keppni, síðan verða ýmsir viðburðir víðsvegar um sveitarfélagið, en um kvöldið verður safnast saman á Hjalteyri, þar sem fólki er boðið að grilla sér mat og skemmta sér saman.Smelltu hér til að sjá dagskrá Sæludagsins...

Hraundrangi klifinn

Þrír félagar úr Fjallateyminu klifu drangann fyrir ofan Hraun í Öxnadal á dögunum. Þeir gerðu skemmtilegt myndband um ferðina. Það og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt má finna á vefnum climbing.is Myndbandið má sjá með því að smella hér. Það er í mjög góðri upplausn og þolir alveg að vera stækkað þannig að fylli skjáinn.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dranginn er klifinn. Hann v...

Sverðaglamur, langskip & brennisteinn

Þung högg eldsmiðsins og  háreysti kaupmanna í bakgrunni ásamt sverðaglamri kappsfullra fornmanna blandast hlátrasköllum barna  á Miðaldadögum á Gásum í Eyjafirði 16.-19. júlí. Þetta er hluti af þeirri miðaldamynd sem gestir geta upplifað þar.  Á Miðaldadögum færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum.Handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinnur að leður- og ...

Lísa með tvö Ólympíugull

Elísabet Þöll Hrafnsdóttir frá Ytri-Brennihóli keppti í sundi á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu á dögunum. Hún keppti í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi. Hún gerði sér lítið fyrir og vann báða sína úrslitariðla. Í 50 m baksundi voru rúmlega 40 keppendur sem skipt var í 12 riðla.   Í úrslitariðlinum synti Lísa með þremur öðrum keppendum, frá Cayman-eyjum, Ástralíu og Ho...

Sumarlokun skrifstofu

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Hörgársveitar lokuð 10.-23. júlí. Hafa ber samband í síma 860 5474 ef um brýn erindi er að ræða....

Göngur haustið 2011

Ákveðið hefur verið, í samráði við nágrannasveitarfélög, að fyrstu göngur í Hörgársveit haustið 2011 verði frá miðvikudeginum 7. september til sunnudagsins 11. september. Aðrar göngur verða viku síðar....

Jón Þór Brynjarsson ráðinn í nýja þjónustustöð

Um miðjan ágúst verður sett á stofn þjónustustöð (áhaldahús) fyrir Hörgársveit. Hún verður á Hjalteyri, en einnig verður vinnuaðstaða í Þelamerkurskóla. Þjónustustöðin mun hafa umsjón með viðhaldi á fasteignum sveitarfélagsins í samráði við forstöðumenn, hafa yfirumsjón með vinnuskóla, sinna tilfallandi verkefnum vegna gatnakerfis, fráveitna, vatnsveitu o.fl. Fyrsti starfsmaður þjónustustöðvarinn...