Fréttasafn

Myndlist í Húsasmiðjunni

Í tilefni af Degi leikskólans hafa nemendur í leikskólanum Álfasteini sett upp myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Sýningin mun standa til mánudagsins 11. febr. Ákveðið hefur verið að Dagur leikskólans verði framvegis árlega 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frumkvæði að ákvörðuninni á Félag leikskólakennara, en a...

Smára-TIPP fer vel af stað

Ungmennafélagið Smárinn byrjaði í þessum mánuði að bjóða upp getraunaþjónustu sem fengið hefur nafnið Smára-TIPP. Tippað er í Íslenskum getraunum. Þátttakendur geta lagt ákveðna upphæð í pott og getrauna-sérfræðingar sjá svo um að tippa fyrir hópinn. Svo er hægt að tippa sjálfstætt. Nú þegar hefur komið vinningur í Smára-TIPPINU. Næsta laugardag, 2. febrúar, verður 90 milljóna risapottur í getraun...

Fundargerð - 24. janúar 2008

Mættir: Guðný Fjóla  Árnmarsdóttir, Bernharð Arnarson, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, auk leikskólastjóra Hugrúnar Hermannsdóttir. Guðný Fjóla setti fund.   1. Starfsmannamál Tveir starfsmenn eru þungaðar þ.e. Hugrún leikskólastjóri og Dagný. Þær fara, að öllum líkindum, báðar í barnsburðarleyfi í lok júlí. Huga þarf að því að ráða í þessar stöður með vorinu.   2. Sumarlokun Árið 200...

Góður fundur um skólamál

Í gærkvöldi var fundur sem skólastjórnendur í Þelamerkurskóla boðuðu til um skólamál. Á honum voru skólanefnd skólans, framkvæmdanefnd, stjórn foreldrafélagsins og foreldraráð. Þar voru kynntar hugmyndir skólastjórnenda um skólamál og farið yfir frumvarp til nýrra grunnskólalaga, sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi. Vel var mætt á fundinn og var hann í alla staði vel he...

Fundargerð - 16. janúar 2008

Miðvikudaginn 16. janúar 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 23. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &n...

Fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar

Út er komið fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar fyrir vorið 2008. Þar koma m.a. fram allir messudagar fram yfir hvítusunnu. Á hvítasunnudag verður ferming í Glæsibæjarkirkju og Möðruvallakirkju en fermt verður mánuði fyrr í Bakkakirkju, þ.e. 12. apríl. Fréttabréfið í heild má lesa með því að smella hér. ...

Sílastaðabræður gera það gott á snjóbrettum

Bræðurnir á Sílastöðum, Eiríkur og Halldór Helgasynir, eru í snjóbrettamenntaskóla í Svíþjóð. Í Kastljósi í Sjónvarpinu á föstudaginn var sagt frá frábærum árangri þeirra í alþjóðlegri keppni á snjóbrettum, sem haldin var í Osló á dögunum. Hægt er að horfa á kaflann úr þættinum, með viðtali við Eirík, með því að smella hér. Myndin til vinstri er af Eiríki....

Nýir umsjónarmenn á Melum

Um áramótin lét Þórður V. Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, af störfum sem húsvörður félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Hann hafði þá gegnt starfinu í um 17 ár. Hjónin í Lönguhlíð, Bragi Konráðsson og Eva María Ólafsdóttir, hafa tekið að sér að hafa umsjón með félagsheimilinu. Pantanir á húsinu, upplýsingagjöf o.þ.h. verður frá sama tíma á skrifstofu Hörgárbyggðar. Á myndinni er D...

Fjölmennt á nýársbrennu

Ungmennafélagið Smárinn hélt nýársbrennu á föstudagskvöldið norðan við Laugaland. Þar var fjöldi manns í blíðskaparveðri og horfði á gamla árið brenna út. Margir skutu flugeldum og kveiktu á blysum. Á eftir var kaffi og meðlæti í matsal skólans og svo var bingó á eftir. Nokkrar myndir frá brennunni má sjá með því að smella hér fyrir neðan (á meira).           &nb...