Fréttasafn

UMSE-stelpur í frjálsum gera það gott

Innanhússmót í frjálsíþróttum eru byrjuð aftur eftir áramótahlé. Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára var um helgina. UMSE sendi harðsnúið líð með 9 keppendur á mótið. Þeir unnu allir til verðlauna. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr Umf. Smáranum vann bronsverðlaun í 60 m hlaupi í flokki 18-19 ára á tímanum 8,44 sek. Hún vann einnig silfurverðlaun í 4x200 m boðhlaupi. Ein gullverðlaun k...

Fundargerð - 19. janúar 2011

Miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla, 23. september og 8. d...

Nýr organisti

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin organisti í Möðruvallasókn.  Hún tekur við af Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, sem um margra ára skeið vann afar gott starf með kórnum og fyrir kirkjuna, en hefur flutt búferlum úr héraðinu. Sigrún Magna er boðin velkomin og er vænst mikils af störfum hennar. Kirkjukórinn syngur við allar almennar messur í sókninni og á aðventukvö...

Fundargerð - 12. janúar 2011

Miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Málefni verk...

Heyrúlluplasts-söfnun frestast

Söfnun heyrúlluplasts (baggaplasts) í Hörgársveit sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns, þriðjudagsins 11. janúar. Í dag verður lokið við sorphirðu í Hörgárbyggðarhluta sveitarfélagsins sem fara átti fram sl. fimmtudag. Húsráðendur eru beðnir um að hreinsa snjó frá sorpílátum....

Nýársbrennu frestað um viku

Nýársbrennu Umf. Smárans, sem vera átti föstudagskvöldið 7. janúar, hefur verið frestað um eina viku. Hún verður sem sé föstudaginn 14. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Aðkeyrsla er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði í krúsunum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Muna eftir flugeldum og blysum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á...

Frístundakort

Hörgársveit mun á árinu 2011 niðurgreiða þátttökugjöld barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi skv. reglum sem sveitarstjórn hefur sett. Markmiðið er að stuðla að þátttöku barna í slíku starfi óháð efnahag fjölskyldna, í forvarnarskyni. Frístundakortið er í formi bréfs sem sent hefur verið til forráðamanna barna á grunnskólaaldri með lögheimili í sveitarfélaginu.  Hvert bréf verð...