Fréttasafn

Fundargerð - 30. mars 2009

Mánudaginn 30. mars 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Moldhaugar, tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stíl Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stí...

Árshátíð Þelamerkurskóla

Fimmtudagskvöldið 2. apríl nk. verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin með pompi og prakt. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning, dans og kaffiveitingar. 9.-10. bekkur mun sýna brot úr hinu vinsæla leikriti Ávaxtakarfan. Leikstjórar eru Anna Rósa Friðriksdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 1.000 fyrir 6 ára og eldri, kaffihl...

Fundargerð - 25. mars 2009

Miðvikudaginn 25. mars 2009 kl. 13:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steins-son, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. (Trúnaðarmál) . . . . .   2. Starfsmannahald Umræður urðu um tiltekna þætti í starfsmannahald skó...

Styrktarsýning á Melum

Á fimmtudaginn, 26. mars, verður leikritið „Stundum og stundum ekki“ sýnt á Melum til styrktar Krabba­meinsfélagi Akureyrar og nágrennis til minningar um Hólmfríði Helgadóttur sem lést langt um aldur fram þann 18. desember síðast­liðinn eftir langa baráttu við krabbamein. Eins og alltaf í tilfellum sem þessum vonuðu allir að henni tækist að yfirbuga óvininn. Sjálf hafði hún á því...

Fundargerð - 18. mars 2009

Miðvikudaginn 18. mars 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 38. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir sem kom í stað Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgu Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarr...

Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Á fimmtudaginn vann Þelamerkurskóli sinn riðil í Skólahreysti glæsilega. Í liði skólans eru (frá vinstri á myndinni) Daníel Sigmarsson, Björgum, Björgvin Helgason, Sílastöðum, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, og Þórdís Gísladóttir, Skógarhlíð 16. Aðrir skólar í riðlinum voru grunnskólarnir á Akureyri og Hrafnagilskóli. Lið Þelamerkurskóla mun keppa í úrslitum Skólahreystis sem fram fer í R...

Lengur opið í sundlauginni

Vegna mikillar aðsóknar verður afgreiðslutími Jónasarlaugar, sem er sundlaugin á Þelamörk, lengdur á laugardögum. Í mörg ár hefur sundlauginni verið lokað klukkan 18 á laugardögum, en frá og með næsta laugardegi verður þar opið til kl. 20. Aðsóknin að sundlauginni hefur verið mjög góð síðan endurbótum á henni lauk fyrir jólin. Fyrstu 10 vikur ársins komu um 12 þúsund manns í Íþróttamiðst...

Góð frammistaða á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Um síðustu helgi var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára. UMSE sendi 33 keppendur á mótið og endaði félagið í 2. sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni. Það er besti árangur UMSE á mótinu í mjög langan tíma. UMSE vann Íslandsmeistaratitil félagsliða í flokkum 12 ára stelpna og 13 ára stráka. Í stúlknaliðinu voru tvær stúlkur úr Smáranum, þær Eva Margrét Árnadót...

Frumsýning á Melum

Fimmtudaginn 5. mars frumsýnir Leikfélag Hörgdæla gamanleikinn „Stundum og stundum ekki“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Gamanleikurinn er eftir Arnold og Bach og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Hann var fyrst sýndur á Íslandi í Iðnó árið 1940. Á þeim tíma þótti verkið fara langt út yfir velsæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á svi...

Trjásafn á Hrauni

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning um að koma upp trjásafni (arboretum) í afgirtum garði umhverfis íbúðarhúsið að Hrauni í Öxnadal.  Í trjásafninu verða gróðursett eintök af öllum íslensku trjám og runnum sem þar geta þrifist.  Auk þess verður stofnað til skógræktar í heimalandi Hrauns á þeim hluta jarðarinnar sem er utan fó...