Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga í heimsókn

Í dag heimsótti stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Hörgárbyggð í kynnisferð hennar um Norðurland eystra. Stjórninni var gerð grein fyrir rekstri sveitarfélagsins og helstu framkvæmdum sem eru í gangi og á döfinni. Skipulagi sjóðsins hefur verið breytt á síðustu misserum. Hann er nú opinbert hlutafélag í eigu allra sveitarfélaga í landinu. Sjóðurinn veitir sveitarfélögum lán á betri kjörum en þau eiga kost á annars staðar.

Myndin er tekin á leikskólanum Álfasteini, en Lánasjóðurinn fjámagnaði að hluta stækkun hans, sem unnið var að sl. vetur. Frá vinstri: Árni Arnsteinsson, varaoddviti Hörgárbyggðar, Birgir L. Blöndal deildarstjóri hjá Lánasjóðnum, Rún Halldórsdóttir, Kristinn Jónasson, Svanfríður Inga Jónasdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, Helgi B. Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar og Magnús B. Jónsson, formaður stjórnar LS.

 

Á myndinni hér fyrir neðan er hópur af stilltum börnum á Álfasteini. Þau voru viðstödd heimsóknina.