Fundargerð - 01. október 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla 1. október 2007 kl. 16:30.

Fundarstaður: kennarastofa Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:

Jóhanna Oddsdóttir frá Hörgárbyggð, formaður.

Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi, varaformaður.

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari.

Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri.

Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri.

Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi kennara.

Guðrún Harðardóttir, fulltrúi foreldraráðs.

 

Fundarefni:

  1. Starfsmannahald
  2. Nemendafjöldi
  3. Viðhald húsnæðis og lóðar
  4. ”Nýjungar”
  5. Sjálfsmatskerfi skóla
  6. Fjárhagsáætlun skólans f. 2008
  7. Fundaáætlun skólanefndar
  8. Önnur mál

 

1. Starfsmannahald

Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir starfmannahaldi og breytingum sem eru framundan í þeim efnum. Laurent Somers er búinn að segja upp störfum við skólann og hefur þegar látið af störfum. Anna Guðrún Grétarsdóttir tók við tölvukennslu í hans stað en einungis tímabundið. Auk þess hefur borist uppsögn frá Baldvin Hallgrímssyni íþróttakennara dags. 1. okt. og mun hann hætta störfum 1. janúar. Samanlagt er um að ræða tæplega eitt stöðugildi og mun verða auglýst eftir nýjum kennara fljótlega. Miðað verður við að viðkomandi hefji störf um áramót eða eftir hentugleikum.  

 

2. Nemendafjöldi

Nemendur eru 84 talsins í vetur og skiptast þeir nokkuð jafn á fimm námshópa. Allir nemendur eru með samræmdan skólatíma og er skólatími alla daga frá 8:30 til 14:20. Í boði er vistun eftir skóla á Álfasteini fyrir nemendur í 1. og 2. bekk.

 

3. Viðhald húsnæðis og lóðar

Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði skólans, nýr dúkur settur á stigagang við vinnuherbergi kennara og kennarastofu. Einnig hefur verið skipt um gler í gluggum. Verið er að bíða eftir nýjum húsgögnum á kennarastofuna. Verið er að vinna við lóðina og setja upp ný leiktæki en verkið er aðeins á eftir áætlun. KSÍ völlurinn er langt kominn og mun KSÍ vilja afhenda hann formlega og í því tilefni verður efnt til hátíðar og nýja skólalóðin tekin formlega í notkun við sama tækifæri. Heimasíða er í endurnýjun. www.thelamork.is er nýtt veffang skólans.

 

4. Nýjungar í skólastarfi

9. og 10. bekkur er meira og minna saman í kennslu og hefur það fyrirkomulag gengið vel að sögn kennara. Tveir nemendur úr 9. og 10. bekk aðstoða í eldhúsi og borðsal og borða með 1. og 2. bekk og 8. bekkur er með einn hópinn í HHH verkefninu. HHH verkefnið hófst aftur í haust. HHH er ekki lengur þróunarverkefni heldur hluti af skólastefnunni. Útiskólinn er í áframhaldandi þróun. Námsmappa er nýtt verkefni sem fór að stað í haust og er með það að markmiði að koma betur . meira meðvituð um ábyrgð sína á eigin námi. Verið að gera framkvæmdaáætlun fyrir Grænfána verkefnið.

Punktakerfið sem slíkt hefur verið afnumið í efri bekkjum og meira lagt upp úr jákvæðri umbun.Gert er ráð fyrir að allar upplýsingar um nemendur verði skráðar inn í Mentor kerfið. Í framhaldi af því urðu miklar umræður um aðgengi foreldra að upplýsingum sem eru á netinu og lélegt internetsamband á skólasvæði skólans. Í framhaldi af þeim umræðum var ákveðið að skólanefndin bókaði eftirfarandi til sveitarstjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar:

”Skólanefnd Þelamerkurskóla beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær kanni möguleika á að fá betri nettengingu í sveitarfélögunum þar sem slíkt er forsenda að hægt verði að auka enn frekar og auðvelda samskipti heimila og skóla”.

 

5. Sjálfsmatskerfi grunnskóla

Ingileif lagði fram bréf dags. 11. sept. s.l. frá menntamálaráðuneyti þar sem tilkynnt er um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2007. Í lögum um grunnskóla eru ákvæði þess efnis að sérhver skóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið. Skal að frumkvæði menntamálaráðuneytis gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Á haustmisseri 2007 verða gerðar úttektir í 25 grunnskólum á landinu og lenti Þelamerkurskóli í því úrtaki. Úttekt á sjálfsmatsaðgerðum skóla byggir m.a. á gögnum frá skólanum, heimsóknum í skólann, viðtölum við stjórnendur og fulltrúa starfsmanna og nemenda og á sjálfsmatsskýrslu viðkomandi skóla. Úttektaraðili í Hörgárbyggð mun að óbreyttu verða BSI á Íslandi. Ingileif gerði grein fyrir innra mati sem gert er í skóla og lagði fram drög að endurskoðaðri sjálfsmatsáætlun fyrir Þelamerkurskóla 2005 til 2009. Í lok hvers árs á að gera skýrslu um þá þætti sem metnir hafa verið í skólastarfinu. Í framhaldi var rætt um aðkomu skólanefndar að gerð innra matsins. Samþykkt að skólanefnd verði haldið upplýstri um framvindu matsins.

 

6. Fjárhagsáætlun næsta árs

Ingileif kynnti undirbúning vegna fjárhagsáætlunar næsta árs. Rætt um helstu atriði í starfi sem áhrif hafa á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

 

7. Fundaáætlun skólanefndar

Rætt um fjölda funda á skólaárinu. Gert er ráð fyrir að skólanefnd fundi fimm sinnum yfir skólaárið nema aðstæður kalli á annað. Áætlað er að næsti fundur skólanefndar verði mánudaginn 3. desember. Eftir áramótin er gert ráð fyrir fundum fyrsta mánudag í feb. og apríl og júní.

 

6. Önnur mál

Engin önnur mál voru á dagskrá.

 

Fundi slitið kl. 18:10

Fundaritari Hanna Rósa Sveinsdóttir