Baggaplast sótt næsta mánudag

Fyrsti söfnunardagur á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð verður næsta mánudag, 8. okt. Mikilvægt er að plastið sé án garns og nets og allra annarra aðskotahluta. Því þarf að skila þannig að auðvelt sé að taka það, t.d. í böggum eins og sýnt er á myndunum sem fylgja þessari frétt. Flestir sem hafa notað stórsekki undir plastið gera það rétt,

en þar sem það er ekki þannig í öllum tilvikum þarf að merkja stórsekki með bæjarnafni svo að hægt sé að rekja hvaðan þeir koma. Stefnt er að því að hætta að nota stórsekki til söfnunar á heyrúlluplasti.

Söfnunardagarnir verða svo áfram annan mánudag í hverjum mánuði í vetur.