Fundargerð - 08. október 2007

Mánudaginn 8. október 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri. Á fundinum var einnig Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi aðalskipulags.

 

Þetta gerðist:

 

1. Staða aðalskipulagsgerðar

Skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu gerðar aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð.

 • Frágangur texta í forsenduhefti og stefnumörkun greinargerðar er á lokastigi.
 • Frágangi á uppdráttum fyrir svæðið næst Akureyri er lokið.
 • Tillögur um vegtengingar við Akureyri liggja fyrir.
 • Tillaga um stækkun Skógarhlíðarhverfis liggur fyrir.

 

2. Ákvarðanir um aðalskipulagið

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að leggja til að á aðalskipulagsuppdrætti verði:

 • Stækkun Skógarhlíðarhverfis um rúmlega 5 ha
 • Íbúðabyggð næst sjó á landi Blómsturvalla og Brávalla, alls um 14 ha.
 • Hringtorg á Hringveginum á móts við Húsasmiðjuna.
 • Vegtenging milli Skógarhlíðarhverfis og Akureyrar skv. tillögu B, dags. 3. okt. 2007, með nánari útfærslu skipulagsráðgjafa.

 

3. Næstu skref í aðalskipulagsgerðinni

Á næstu vikum eftir fundinn verður unnið að eftirfarandi:

 • Yfirlestur greinargerðar hjá sveitarstjórn og nefndum
 • Kynningu skipulagstillögunnar fyrir nágrannasveitarfélög
 • Kynningu á skipulagstillögu fyrir lögformlegum umsagnaraðilum

 

4. Framhald aðalskipulagsgerðarinnar

Gert er ráð fyrir að í nóvember verði skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og í desember verði tillagan samþykkt af sveitarstjórn til kynningar. Í janúar er stefnt að kynningu á skipulagstillögunni á íbúafundi og svo auglýsingu hennar í febrúarmánuði.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:00.