Fréttasafn

Undanþága frá gangnaskyldu

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæði í vinnureglum fjallskilanefndar Hörgárbyggðar: “Undanþágur frá gangnaskyldu er ekki veittar nema viðkomandi fjáreigandi hafi allt sitt fé í girðingum sumarlangt, enda séu þær sauðheldar að mati sveitarstjórnar.” Þeir sem telja sig falla undir þetta ákvæði að þessu sinni þurfa að sækja um undanþágu til fjallskilanefndarmanna eða á skrifstofu Hörgárbyggðar í s...

Skólasetning Þelamerkurskóla

Skólasetning Þelamerkurskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl. 11:00. Setningin verður með sama sniði og í fyrra. Hún fer fram í Mörkinni, útikennslustofu skólans norðan við Laugaland. Að setningu lokinni verður boðið uppá kakó, kex og snúbrauð. Allir eru velkomnir á skólasetninguna. Þriðjudaginn 25. ágúst hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá. Nánar hér á heimasíðu skólans.&n...

Minningarstofan um Jónas í Hrauni

Minningarstofan um Jónas Hallgrímsson í Hrauni í Öxnadal verður opin á sunnudögum í júlí frá kl. 14:00 til 18:00.  Í minningarstofunni eru frásagnir, myndir, uppdrættir og teikningar sem bregða ljósi yfir ævi og störf fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem með ljóðum sínum fann fegurð íslenskrar náttúru og hefur með þeim mótað íslenskar bókmenntir og íslenska list allar götur síðan. Lýst er ljóðm...

Góður árangur á Landsmóti UMFÍ

Velheppnuðu Landsmóti UMFÍ lauk á Akureyri á sunnudaginn. Félagar í Ungmennafélaginu Smárunum kepptu þar undir merkjum UMSE/UFA og stóðu sig mjög vel. Hjördís Haraldsdóttir í Baldursheimi vann gullverðlaun í jurtagreiningu og Sesselja Ingólfsdóttir í Fornhaga varð í 4. sæti í sömu grein. Bridds-lið UMSE/UFA, með þá Gylfa Pálsson frá Dagverðartungu og Helga Steinsson á...

Ofurhlauparinn í Jónasarlaug

Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari Íslands, hvíldi sig stundarkorn í Jónasarlaug á Þelamörk á leið sinni á landsmót UMFÍ á Akureyri í dag. Gunnlaugur hefur hlaupið alla leið frá Reykjavík og safnað með því fjármagni til styrktar endurhæfingardeildinni á Grensás. Edda Heiðrún Bachmann og fleiri félagar í hollvinasamtökum Grenásdeildar tók á móti Gunnlaugi við Þelamerkurskóla. Þaðan mun ha...

Göngum flýtt í Hörgárbyggð

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu fjallskilanefndar um að göngur í Hörgárbyggð verði einni viku fyrr en kveðið er á um í fjallskilasamþykkt. Það er gert í fullu samráði við nágrannasveitarfélögin. Þetta er raunar sami háttur og hefur verið í þessum efnum undanfarin ár....

Fornleifarannsóknir

Í júní hefur hópur fornleifafræðinga verið við rannsóknir á fornum öskuhaugum í Hörgárdal og Öxnadal. Rannsóknin er liður í stærra verkefni sem ber vinnuheitið "Bakland Gása". Markmið rannsóknanna er m.a. að afla efnis til að bera saman við það sem grafið var upp á Gásum á árunum 2001-2006. Í öskuhaugum er að finna mikið magn dýrabeina, sem og aðrar upplýsingar, og munu niðurstöður rannsóknanna ge...

Fundargerð - 24. júní 2009

Miðvikudaginn 24. júní 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 41. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1.&n...

Fundargerð - 21. júní 2009

Sunnudagskvöldið 21. júní 2009 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.      Fjallskilastjóri lagði fram til kynningar og umræðu, tvö tölvubréf frá Hörgárbyggð undirrituð af Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Það fyrra er dag...

Svala Lind dúxaði í MA

Svala Lind Birnudóttir, Skógarhlíð 41, fékk hæstu einkunn þeirra sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Hún var á málabraut og fékk 9,31 í einkunn. Hún er mikil málakona, hefur lært meira og minna í sex erlendum tungumálum. Svala var í Gettu-betur-liði MA tvö síðustu vetur, sem náði frábæru árangri í bæði skiptin. Þá stundaði hún píanó-nám í mörg ár. Í sumar mun hún vinna í þj...