Ofurhlauparinn í Jónasarlaug

Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari Íslands, hvíldi sig stundarkorn í Jónasarlaug á Þelamörk á leið sinni á landsmót UMFÍ á Akureyri í dag. Gunnlaugur hefur hlaupið alla leið frá Reykjavík og safnað með því fjármagni til styrktar endurhæfingardeildinni á Grensás. Edda Heiðrún Bachmann og fleiri félagar í hollvinasamtökum Grenásdeildar tók á móti Gunnlaugi við Þelamerkurskóla. Þaðan mun hann hlaupa að síðasta spölinn til Akureyrar. Að sögn Gunnlaugs hefur hlaupið gengið mjög vel og söfnunin líka.