Svala Lind dúxaði í MA

Svala Lind Birnudóttir, Skógarhlíð 41, fékk hæstu einkunn þeirra sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Hún var á málabraut og fékk 9,31 í einkunn. Hún er mikil málakona, hefur lært meira og minna í sex erlendum tungumálum. Svala var í Gettu-betur-liði MA tvö síðustu vetur, sem náði frábæru árangri í bæði skiptin. Þá stundaði hún píanó-nám í mörg ár. Í sumar mun hún vinna í þjónustuveri Kaupþings á Akureyri og í Bakaríinu við brúna. Í haust byrjar hún svo nám í þýsku við Háskóla Íslands og stefnir síðan á framhaldsnám erlendis.