Góður árangur á Landsmóti UMFÍ

Velheppnuðu Landsmóti UMFÍ lauk á Akureyri á sunnudaginn. Félagar í Ungmennafélaginu Smárunum kepptu þar undir merkjum UMSE/UFA og stóðu sig mjög vel. Hjördís Haraldsdóttir í Baldursheimi vann gullverðlaun í jurtagreiningu og Sesselja Ingólfsdóttir í Fornhaga varð í 4. sæti í sömu grein. Bridds-lið UMSE/UFA, með þá Gylfa Pálsson frá Dagverðartungu og Helga Steinsson á Syðri-Bægisá fremsta í flokki, vann til silfurverðlauna. Þór Jónsteinsson í Skriðu varð 4. í starfshlaupi.

Keppendur Smárans í frjálsíþróttum voru Steinunn Erla Davíðsdóttir Kjarna, sem keppti í 100 m, 200 m, 400 m og boðhlaupum, Arna Baldvinsdóttir, frá Laugalandi, sem keppti í 400 m hlaupi, Guðlaug Jana Sigurðardóttir, Hjalteyri, sem keppti í hástökki og Anton Orri Sigurbjörnsson sem varð í 4. sæti í 800 m hlaupi og keppti auk þess í 1.500 m hlaupi.

Margir fleiri sem bústaddir eru á félagssvæðinu kepptu á landsmótinu, auk þeirra sem rekja ættir til sveitarinnar og kepptu þá fyrir önnur félög.

Nánar um úrslitin hér.