Fréttasafn

UMSE Íslandsmeistari 11-14 ára

Um miðjan ágúst vann frjálsíþróttalið UMSE í flokki 11-14 ára það afrek að verða Íslandsmeistarar félagsliða. Þetta var á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsum sem fram fór á Hornafirði. Þetta er mikið afrek og er í fyrsta skipti í fjöldamörg ár sem landsbyggðarlið nær þessum titli. Svo er þetta í fyrsta skipti sem UMSE nær honum. UMSE-liðið er skipað Ólafsf...

Solveig Lára fer í námsleyfi

Í nýju fréttabréfi Möðruvallaprestakalls kemur meðal annars fram að sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun verða í námsleyfi í desember, janúar og febrúar nk., sjá nánar fréttabréfið hér. Á meðan mun sr. Hjörtur Pálsson búa á Möðruvöllum ásamt konu sinni, Steinunni Bjarman, og þjóna prestakallinu. Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag ...

Allir í Laufás á sunnudaginn

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði kl. 14 – 16. Minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, Sigurður Bergsteinsson, verður með erindi í þjónustuhúsi Gamla bæjarins. Í því fjallar hann um íslenska ...

Haustviðburðir Leikhússins að hefjast

Næsta fimmtudag verður fyrsti viðburður haustsins í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Síðan rekur hver viðburðurinn annan á hálfsmánaðar fresti þangað til í lok nóvember, sjá hér. Viðburðirnir byrja alltaf kl. 20:30. Á fimmtudaginn mun Þórður Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, segja nokkrar lífreynslusögur. Góð frásagnargáfa Dodda er þekkt meðal þeirra hann þekkja og hann hefur skrifað a.m.k. þr...

Styrkir til menningarstarfs

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamála- og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Árið 2009 hafa þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, by...

Nýtt hreinsivirki afhent

Fyrr í þessum mánuði afhenti Raf ehf. fráveitu Lónsbakka formlega nýtt hreinsivirki fyrir siturvatn frá rotþró fráveitunnar. Hreinsivirkið byggir á nýrri umhverfisvænni aðferð. Hún felst í því að ósón er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts og því er síðan sprautað í gegnum siturvatnið. Rafgreiningin fer fram í húsi við rotþróna en hreinsunin á siturvatninu gerist í búnaði sem er n...

Fundargerð - 21. ágúst 2009

Föstudagskvöldið 21. ágúst 2009 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1. Borist hafa beiðnir frá eigendum sauðfjár á jörðunum: Árhvammi, Bitru og Bitrugerði, um að vera undanþegnir fjallskilum í haust, þar sem þeir hafi ...

Fundargerð - 20. ágúst 2009

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 42. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1....

Fundargerð - 18. ágúst 2009

Þriðjudaginn 18. ágúst 2009 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Skólabyrjun Skráðir nemendur í Þelamerkurskóla í skólabyrjun eru 90. Kennt verður í 5 náms-hópum. Farið var yfir ýmsa ...

Fundargerð - 18. ágúst 2009

Þriðjudaginn 18. ágúst 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð. Fundurinn hófst kl. 14:30.   Fyrir var tekið:   1. Vakt í búningsklefum á skólatíma Lagt fram bréf, dags. 17. ágúst 2009, frá skólastjórnendum þar sem óskað er...