Göngum flýtt í Hörgárbyggð

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu fjallskilanefndar um að göngur í Hörgárbyggð verði einni viku fyrr en kveðið er á um í fjallskilasamþykkt. Það er gert í fullu samráði við nágrannasveitarfélögin. Þetta er raunar sami háttur og hefur verið í þessum efnum undanfarin ár.