Undanþága frá gangnaskyldu

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæði í vinnureglum fjallskilanefndar Hörgárbyggðar:

“Undanþágur frá gangnaskyldu er ekki veittar nema viðkomandi fjáreigandi hafi allt sitt fé í girðingum sumarlangt, enda séu þær sauðheldar að mati sveitarstjórnar.”

Þeir sem telja sig falla undir þetta ákvæði að þessu sinni þurfa að sækja um undanþágu til fjallskilanefndarmanna eða á skrifstofu Hörgárbyggðar í síðasta lagi 14. ágúst 2009.