Fundargerð - 24. júní 2009

Miðvikudaginn 24. júní 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 41. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Kjör oddvita og varaoddvita

Oddviti var kosinn Helgi Steinsson og varaoddviti var kosinn Árni Arnsteinsson.

 

2. Fundargerð byggingarnefndar, 2. júní 2009

Fundargerðin er í sex liðum. Síðasti liður hennar varðar umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á sumarhúsalandi úr jörðinni Ytri-Bægisá.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 3. júní 2009

Fundargerðin er í nítján liðum. Í 13. lið hennar er greint frá kvörtun um ólykt og mengun frá svínabúinu Hlíð. Þar kemur fram að hluti af skýringunni sé mengunarslys við dreifingu og að verið sé að vinna að fyrirbyggjandi ráðstöfunum þannig að óhapp verði ekki aftur.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

4. Skjaldarvík, tillaga að deiliskipulagi vegna dælustöðvar

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna dælustöðvar hitaveitulagnar í landi Skjaldarvíkur sbr. beiðni um skiptingu lands í fundargerð sveitarstjórnar 20. apríl 2009.

Skipulags- og umhverfisnefnd, sjá 7. lið þessarar dagskrár, leggur til við sveitarstjórn að farið verði fram á að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Hörgárbyggðar sem feli í sér almennt ákvæði um minniháttar mannvirki vegna veitna og fjarskipta og að tillagan verði síðan auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um meðferð málsins.

 

5. Skjaldarvík, fyrirspurn um gerð vöruhafnar

Bréf, dags. 9. júní 2009, frá Þór Konráðssyni, þar sem óskað er eftir að skoðað verði hvort möguleiki sé fyrir hendi að gera breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar sem geri ráð fyrir hafnaraðstöðu í landi Skjaldarvíkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd, sjá 7. lið þessarar dagskrár, leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á þessu stigi málsins.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um afgreiðslu erindisins. Um málið er að öðru leyti vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 19. nóvember 2008 um hafntengda starfsemi í Hörgárbyggð.

 

6. Hörgárdalsvegur, framkvæmdaleyfi

Bréf, dags. 3. júní 2009, frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir breyttri legu Hörgárdalvegar frá fyrri umsókn, sjá fundargerð sveitarstjórnar 8. september 2008.

Skipulags- og umhverfisnefnd, sjá 7. lið þessarar dagskrár, leggur til við sveitarstjórn að farið verði fram á  að gerð verið óveruleg breyting á aðalskipulagi Hörgárbyggðar sem feli í sér hina breyttu legu.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um meðferð málsins og leggur áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

 

7. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 10. júní 2009

Fundargerðin er í átta liðum. Þrír þeirra eru afgreiddir af sveitarstjórn í fyrri dagskrárliðum þessa fundar.

Í fundargerðinni kemur m.a fram að lokið er auglýsingu á deiliskipulagstillögu vegna skála í fornum stíl í landi Moldhauga og deiliskipulagstillögu vegna nýs íbúðarhúss í landi Neðri-Rauðalækjar. Við fyrrnefndu tillöguna barst athugasemd frá Vegagerðinni um tengingu við Hringveginn. Nefndin leggur til að deiliskipulaginu verði breytt í samræmi við athugasemdina.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um meðferð athugasemdar við deiliskipulagstillögu vegna skála í land Moldhauga.

Sveitarstjóra var falið að annast gildistöku ofangreindra deiliskipulagstillagna.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

8. Fundargerð almannavarnanefndar Eyjafjarðar, 10. júní 2009

Fundargerðin er í fimm liðum. Lögð fram til kynningar.

 

9. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 18. júní 2009

Fundargerðin er í fjórum liðum. Lagt fram bréf eldvarnaeftirlitsins, sem vísað er til í 3. lið fundargerðarinnar. Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

10. Fundargerð fjallskilanefndar, 21. júní 2009

Fundargerðin er í fjórum liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

11. Fundargerð framkvæmdanefndar byggingafulltrúaembættisins, 23. júní 2009

Fundargerðin er í fjórum liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

12. Sparisjóður Norðlendinga, um lán til kaupa á stofnfjárhlutum

Lagt fram minnisblað frá Ásgeiri Helga Jóhannssyni hdl. um hugsanlega valkosti í meðferð láns sem tekið var í desember 2007 til kaupa á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Norðlendinga vegna sameiningar við Byr sparisjóð.

Sveitarstjórn veitti sveitarstjóra og oddvita umboð til að eiga viðræður, við hlutaðeigandi aðila, fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

13. Álfasteinn, endurbætur klæðningar

Lögð fram  tillaga Opus, teikni- og verkfræðistofu um “árekstravarnir” á Álfasteini.

Tillagan var samþykkt og var ákveðið að verkið yrði unnið sem fyrst.

 

14. Skógarhlíð 12, byggingarframkvæmdir

Lögð fram úttekt byggingarfulltrúa á því sem á vantaði þann 2. júní 2009 til að byggingin að Skógarhlíð 12 teldist fokheld. Með samþykktum sveitarstjórnar 15. okt. 2008 og 20. apríl 2009 skyldi leggja dagsektir á byggjanda hússins frá og með 3. júní 2009 væri það þá ekki fokhelt.

Sveitarstjórn ákvað að veita byggingaaðila lokafrest til 7. ágúst 2009 til að gera húsið fokhelt. Ef ekki hefur verið lagt fram fokheldisvottorð í síðasta lagi þann dag, verður hafin beiting dagsekta sbr. ákvörðun sveitarstjórnar frá 15. október 2008.

 

15. Umsókn um tímabundna leikskóladvöl

Lagðar fram umsóknir fyrir tvö börn (systkini) um tímabundna leikskóladvöl á Álfasteini.

Erindið var samþykkt, en umsækjanda er bent á að um sé að ræða laust íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

 

16. Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, beiðni um styrk

Bréf, dags. 27. maí 2009, frá kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikanna “Konan og ástin og í ljóðum Davíðs Stefánssonar”.

Samþykkt að veita kirkjukórnum kr. 20.000 í styrk.

 

17. Samþykkt um búfjárhald, tillaga

Bréf, dags. 27. maí 2009, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um tillögu að samþykkt að búfjárhaldi, sbr. afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 20. apríl 2009. Skv. bréfinu vantar skýra afmörkun þess svæðis sem um er að ræða. Lögð fram tillaga að breyttri samþykkt, sbr. ábendingu bréfsins.

Sveitarstjórn samþykkti framkomna tillögu eins og hún var lögð fram.

 

18. Háls, umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Bréf, dags. 3. júní 2009, frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Háls Þverbrekku ehf. um rekstrarleyfi skv. veitingastaðaflokki II að Hálsi í Öxnadal.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfisumsóknina.

 

19. Menningarráð Eyþings, framlenging samstarfssamnings

Bréf, dags. í júní 2009, frá Menningarráði Eyþings um framlengingu samstarfssamnings sveitarfélaganna um menningarmál.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að nefndur samstarfssamningur verði framlengdur.

 

20. Greið leið ehf., aðalfundur

Lagt fram bréf, dags. 15. júní 2009, frá Greiðri leið ehf. um aðalfund félagsins, sem verður 30. júní 2009. Oddvita falið að fara með umboð Hörgárbyggðar á fundinum.

 

21. Óbyggðanefnd, þjóðlendumál

Lögð fram helstu efnisatriði úrskurðar Óbyggðarnefndar frá 19. júní 2009, þar sem fram kemur að Almenningur, hluti Bakkasels og hluti Vaskárdals skuli vera að stærstum hluta afréttar-þjóðlendur. Þá er lagt fram bréf, dags. 25. maí 2009, frá Óbyggðanefnd um kröfur ríkisins um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (nyrðri hluta). Í Hörgárbyggð er þar um að ræða Þorvaldsdal og svonefnda Möðruvallaafrétt, innst í Hörgárdal.

Lagt fram til kynningar.

 

22. Vegaskrá

Bréf, dags. 27. maí 2009, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem fram kemur samþykkt stjórnar sambandsins um fjármögnun á viðhaldi þeirra vega sem fluttust til sveitarfélaga með vegalögum nr. 80/2007. Stjórnin leggur áherslu á að ekki verði gengið frá samningum við Vegagerðina  um slíkt fyrir en örugg og fullnægjandi fjármögnun liggi fyrir.

Lagt fram til kynningar.

 

23. Ráðstafanir gegn skógarkerfli

Bréf, ódags., frá Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hvatt er til að ráðist sé gegn skógarkerfli með eitrun.

Sveitarstjórn ákvað að ráðist yrði gegn kerflinum nú þegar.

 

24. Rafrænar kosningar

Bréf, dags. 28. maí 2009, frá samgönguráðuneytinu þar sem kynnt er væntanlegt tilraunaverkefni um rafrænar kosningar að hluta eða öllu leyti í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningum í maí 2010.

Lagt fram til kynningar.

 

25. Fasteignamat 2010

Bréf, dags. 19. júní 2009, frá Fasteignaskrá Íslands, þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem er verið að gera á framkvæmd fasteignamats. Í því felst m.a. að nú liggur fyrir það fasteignamat sem mun taka gildi í árslok. Skv. upplýsingum sem fylgdu bréfinu mun heildarfasteignamat í Hörgárbyggð 2010 hækka að meðaltali um 3,5% frá yfirstandandi ári. Fasteignamat íbúðareigna í Hörgárbyggð mun hækka um 18,2% milli ára.

Lagt fram til kynningar.

 

26. Fundargerð héraðsráðs, 22. apríl 2009

Fundargerðin er í sjö liðum. Lögð fram til kynningar

 

27. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 20. apríl og 25. maí 2009

Síðari fundargerðin er í sjö liðum og sú síðar er í átta liðum. Lagðar fram til kynningar.

 

28. Dagverðareyri, stofnun lóðar

Erindi frá Gígju A. Rósbergsdóttur, Dagverðareyri, um umsókn um afmörkun lóðar fyrir núverandi íbúðarhús, fastanr. 215-7827.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.  23:00