Fundargerð - 18. ágúst 2009

Þriðjudaginn 18. ágúst 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 14:30.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Vakt í búningsklefum á skólatíma

Lagt fram bréf, dags. 17. ágúst 2009, frá skólastjórnendum þar sem óskað er eftir að á skólatíma verði bætt við starfsmanni á vakt í búningsklefum til að draga úr líkum á að einelti viðgangist þar. Með bréfinu fylgdi kostnaðaráætlun og drög að vaktaplani fyrir veturinn.

Stjórnin samþykkti að leggja til við sveitarstjórnirnar að orðið verði við erindi skólans, til reynslu næsta skólaár.

 

2. Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits

Lagt fram afrit af eftirlitskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 27. júlí 2009. Skýrslunni fylgdu niðurstöður rannsókna á kólí-gerlum, klórmælingum o.fl.

Skv. skýrslunni eru engar athugasemdir gerðar og tekið fram að vel sé hugsað um aðstöðuna alla.

 

3. Rekstur sundlaugar

Rætt um rekstur sundlaugarinnar í sumar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00