Fundargerð - 18. ágúst 2009

Þriðjudaginn 18. ágúst 2009 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Skólabyrjun

Skráðir nemendur í Þelamerkurskóla í skólabyrjun eru 90. Kennt verður í 5 náms-hópum.

Farið var yfir ýmsa þætti varðandi skólabyrjunina.

 

2. Fjármál

Farið yfir meginþætti fjárhagsstöðu hjá skólanum eftir fyrri helming ársins. Fram kom að matarkostnaður hefur hækkað mun meira en gert var fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Framkvæmdanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórnir að fæðisgjald í mötuneytinu hækki í 500 kr. á dag frá og með skólaárin sem er að hefjast.

 

3. Lagning rafstrengs

Lögð fram gögn um fyrirhugaða lagningu rafstrengs úr Kræklingahlíð og inn að Vöglum á Þelamörk. RARIK óskar eftir að Þelamerkurskóli sem leigjandi Laugalands heimili fyrir sitt leyti lagningu rafstrengsins um land jarðarinnar.

Erindið var samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegargerðarinnar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15:45