Fundargerð - 20. ágúst 2009

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 42. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.   Fundargerð byggingarnefndar, 7. júlí 2009

Fundargerðin er í átján liðum. Sex þeirra varða Hörgárbyggð sem hér segir:

12. liður: sótt er um leyfi fyrir geymslugámi á Einarsstöðum/Sílastöðum

13. liður: sótt er um leyfi fyrir geymslugámi á Sílastöðum

14. liður: sótt er um leyfi fyrir skála á Moldhaugum

15. liður: sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi á loð nr. 7 við D-götu á Steðja

16. liður: sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á Hamri

17. liður: sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við geymslu á Hamri

Bygginganefnd samþykkti stöðuleyfi til eins árs vegna liða 12 og 13 en önnur erindi sem varða Hörgárbyggð voru samþykkt. Fundargerðin rædd og samþykkt.

 

2.   Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, 18. ágúst 2009

Fundargerðin er í þremur liðum. Með fundargerðinni fylgir bréf um aukin eftirlit í búningsklefum á skólatíma og eftirlitskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins, dags. 27. júlí 2009. Skv. eftirlitskýrslunni er engar athugasemdir gerðar og tekið fram að vel sé hugsað um alla aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

3.   Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 18. ágúst 2009

Fundargerðin er í þremur liðum. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti fyrir sitt leyti að hækka mötuneytisgjald í kr. 450 á dag en framkvæmdanefndin hafði lagt til kr. 500.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

4.   Um förgun úrgangs

Tölvubréf, dags. 10. júlí 2009, frá bæjarstjóranum á Akureyri, þar sem gerð er grein fyrir þeim úrræðum sem eru fyrir förgun úrgangs frá Eyfirðingum.

Þar kemur fram að starfsleyfi urðunarstaðarins á Glerárdal, sem gefið er út af Umhverfisstofnun, er runnið út. Sótt hefur verið um framlengingu á starfsleyfinu til tveggja ára að hámarki. Í tölvubréfinu kemur einnig fram að unnið er að framtíðarlausn fyrir förgun þess hluta úrgangs í Eyjafirði, sem ekki fer til endurvinnslu.

 

5.   Djúpárbakki, skipting jarðar

Bréf, dags. 30. júní 2009, frá Elsu Sigurvinsdóttur o.fl. þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar (sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004) um fyrirhugaða skiptingu jarðarinnar Djúpárbakka í fimm jafna hluta. Afstöðumynd fylgdi bréfinu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar á Djúpárbakka.

 

6.   Skriða, lýsing á heimreið

Bréf, dags. 18. ágúst 2009, frá Sverri Haraldssyni, þar sem sótt er um heimreiðarlýsingu að efra íbúðarhúsinu í Skriðu með vísan til reglna þar um.

Erindið var samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

 

7.   Snjómokstur á Lónsbakka 2009-2010

Sveitarstjórn samþykkti að bjóða út snjómokstur á Lónsbakka fyrir veturinn 2009-2010.

 

8.   Skógarhlíð 12, byggingarframkvæmdir

Með samþykkt sveitarstjórnar 24. júní 2009 var byggingaraðila Skógarhlíðar 12 veittur lokafrestur til 7. ágúst 2009 til að gera húsið fokhelt. Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

 

9.   Samband ísl. sveitarfélaga, lýðræðismál í sveitarfélögum

Bréf, dags. 17. júlí 2009, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem boðað er til málþings um lýðræðismál í sveitarfélögum. Með því fylgir samantekt til að undirbúa umræður um lýðræðismál á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga haustið 2009.

Einnig bréf, dags. 4. ágúst 2009, frá allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, persónukjör.

Sveitarstjóra falið að koma á framfæri hugmynd um að heimilt verði að kjósa eftir óröðuðum lista þeirra sem hafa hug á því að gefa kost á sér til sveitarstjórnar.

 

10.Þjóðlendumál

Bréf, dags. 29. júní 2009, frá Sigurði Sigurjónssyni hrl., dags. 27. júlí 2009, frá Ólafi Björnssyni hrl. og frá Óbyggðanefnd, dags. 30. júlí 2009, um úrskurð Óbyggðanefndar frá 19. júní 2009 um Almenning, Bakkasel og Vaskárdal. Þetta mál var síðast á dagskrá sveitarstjórnar 24. júní 2009, 21. mál. Í bréfum lögmannanna er lagt til að úrskurðinum um jarðirnar verði áfrýjað, þar sem farið verði fram á gjafsókn í málinu.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu lögmannanna um áfrýjun úrskurðarins.

 

11.Félag skógarbænda á Norðurlandi, styrkbeiðni

Bréf, dags. 24. júlí 2009, frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir fjárstyrk að fjárhæð kr. 20.000 vegna aðalfundar Landssamtaka skógareigenda, sem verður í september.

Erindinu var hafnað.

 

12.Félag fagsfólks í frítímaþjónustu, starfsemi félagsmiðstöðva

Bréf, dags. 15. júlí 2009, frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að staða vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga.

Til kynningar.

 

13.Fjölmenningarstefna Eyþings

Lagt fram kynningarrit sem hefur að geyma fjölmenningarstefnu Eyþings, sem unnin hefur verið skv. samþykktum aðalfunda sambandsins 2007 og 2008. Stefnuna í heild og fylgirit þess má lesa á vef Eyþings, www.eything.is.

Til kynningar.

     

14.Ársreikningur Héraðsnefndar Eyjafjarðar 2008

Bréf, dags. 12. júní 2009, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir að ársreikningur héraðsnefndarinnar fyrir árið 2008 verði staðfestur af sveitarstjórn, þar sem hann muni ekki koma til afgreiðslu nefndarinnar þar eð hún hefur verið lögð niður.

Sveitarstjórn samþykkti ársreikninginn fyrir sitt leyti.

 

15.Fundargerð stjórnar Eyþings, 26. júní 2009

Fundargerðin er í níu liðum. Lögð fram til kynningar.

 

16.Önnur mál

Samþykkt var að ganga að fyrirliggjandi tilboði í slípun og lökkun á aðalgólfi Hlíðarbæjar.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:22